25 Hjúkrunar- og endurhæfingarþjónusta
Skilgreining málefnasviðs
Starfsemi á þessu málefnasviði er á ábyrgð heilbrigðisráðherra. Það skiptist í tvo málaflokka sem sjá má í eftirfarandi töflu. Þar má jafnframt sjá fjárhagslega þróun málefnasviðsins og einstakra málaflokka á tímabilinu 2023–2025. Helstu áherslum, framtíðarsýn og meginmarkmiðum á málefnasviðinu er lýst í fjármálaáætlun.
Heildaryfirlit útgjalda og breytingar eftir tilefnum
Myndin hér á eftir sýnir sundurliðaðar breytingar á útgjaldaramma málefnasviðsins eftir helstu tilefnum sem nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða.
Heildargjöld málefnasviðs 25 Hjúkrunar- og endurhæfingarþjónusta árið 2025 eru áætluð 86.716,9 m.kr. og aukast um 1.303,8 m.kr. á föstu verðlagi fjárlaga 2024, eða sem svarar til 1,6%. Þegar tekið er tillit til áhrifa af almennum launa- og verðlagsbreytingum hækka útgjöldin um 6.865,8 m.kr. milli ára, eða sem svarar til 8,6%.
Myndin endurspeglar þá útfærslu og forgangsröðun sem unnin er út frá stefnumótun málefnasviðsins. Sú niðurstaða getur eftir atvikum vikið frá þeim viðmiðum sem sett voru í fjármálaáætlun, t.a.m. þannig að nýju útgjaldasvigrúmi hafi að einhverju leyti verið jafnað á móti aðhaldsmarkmiði. Aðhaldsmarkmiðið felur m.a. í sér sértækar afkomubætandi aðhaldsráðstafanir á málefnasviðum og er nánar fjallað um þær í kafla 5 Gjöld ríkissjóðs.
Hagræn skipting útgjalda
Í eftirfarandi töflu eru útgjöld málefnasviðsins, þróun fjárheimilda og fjármögnun frá árinu 2023 greind í fjóra þætti eftir hagrænni skiptingu, eins og nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða. Hagræn skipting útgjalda niður á málaflokka birtist í fylgiriti með fjárlögum.
25.10 Hjúkrunar-, dvalar- og dagdvalarrými
Starfsemi málaflokksins er í höndum sjálfseignarstofnana, sveitarfélaga, hlutafélaga og heilbrigðisstofnana. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðar-skiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.
Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endurspegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.
Helstu verkefni 2025 |
Framkvæmdaraðili |
Breyting á fjárveitingu til verkefnis |
Markmið 1: Biðtími eftir hjúkrunarrýmum verði undir 90 dögum |
||
Halda áfram byggingu hjúkrunarrýma sem taka á í notkun á næstu árum, sbr. framkvæmdaáætlun.* |
Heilbrigðisráðuneyti |
-500,0 m.kr. |
Leigja fasteignir fyrir sólarhringshjúkrunarþjónustu. |
Heilbrigðisráðuneyti |
716,4 m.kr. |
Bæta framsetningu biðlista eftir hjúkrunarrýmum og verklag færni- og heilsumats til einföldunar fyrir notendur og skjólstæðinga. |
Heilbrigðisráðuneyti |
Innan ramma |
* Áætlað heildarumfang verkefnisins er 11.025 m.kr. og gert er ráð fyrir að byggingu allra rýmanna verði lokið árið 2027.
** Fjárveitingar til verkefna geta verið breytilegar á milli ára. Sem dæmi getur lækkun fjárveitingar endurspeglað að tímabundin fjárveiting fellur niður, eða lækkun í samræmi við áætlun eins og endurspeglast í fjármálaáætlun.
Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 78.773,4 m.kr. og hækkar um 1.445,9 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 5.043,9 m.kr.
Ekki er um miklar breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða.
Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:
- Fjárheimild málaflokksins er aukin um 820 m.kr. til reksturs nýrra hjúkrunarrýma, sbr. markmið nr. 1.
- Fjárheimild málaflokksins lækkar um 500 m.kr. til framkvæmdaáætlunar í uppbyggingu hjúkrunarrýma, sbr. markmið nr. 1. Lækkunin er í samræmi við áætlanir líkt og endurspeglast í fjármálaáætlun og er uppsafnað fjármagn að fjárhæð 14,3 ma.kr. nýtt til áframhaldandi uppbyggingar.
- Fjárheimild málaflokksins hækkar um 716,4 m.kr. til húsaleigu á fasteignum sem nýta á í sólarhringshjúkrunarþjónustu, sbr. markmið nr. 1.
- Almennt útgjaldasvigrúm er aukið um 90 m.kr.
- Fjárheimild málaflokksins er aukin um 320 m.kr. til þess að fjárveiting til Framkvæmdasjóðs aldraðra samsvari áætluðum tekjum af gjaldi í sjóðinn.
- Fjárheimild málaflokksins er lækkuð um 0,5 m.kr. vegna breytinga á rekstrartekjuáætlun.
25.20 Endurhæfingarþjónusta
Starfsemi málaflokksins er í höndum einkarekinna heilbrigðisstofnana, m.a. á grundvelli samninga við Sjúkratryggingar Íslands (t.d. Reykjalundar, Heilsustofnunar Náttúrulækningafélags Íslands og SÁÁ). Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.
Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endurspegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.
Helstu verkefni 2025 |
Framkvæmdaraðili |
Breyting á fjárveitingu til verkefnis |
Markmið 1: Samfella í endurhæfingarþjónustu |
||
Einn biðlisti eftir endurhæfingarúrræðum í stað margra. |
Heilbrigðisráðuneyti |
Innan ramma |
Samþætt tilvísanakerfi í endurhæfingu. |
Heilbrigðisráðuneyti |
Innan ramma |
Markmið 2: Mörkun árangurs í endurhæfingarþjónustu |
||
Lykilupplýsingar skilgreindar og reglubundin söfnun upplýsinga í kjölfarið. |
Heilbrigðisráðuneyti |
Innan ramma |
Markmið 3: Samningar við þjónustuveitendur |
||
Fjölga þjónustusamningum við aðila sem nú starfa án samnings við Sjúkratryggingar. |
Heilbrigðisráðuneyti og Sjúkratryggingar |
Innan ramma |
Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 7.943,6 m.kr. og lækkar um 142,1 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 518,2 m.kr.
Ekki er um miklar breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða.
Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:
- Fjárheimild málaflokksins lækkar um 220 m.kr. vegna tímabundinna framlaga til SÁÁ, Samhjálpar, Reykjalundar, Parkinsonsamtakanna og Ljóssins sem falla niður.
- Aðhaldskrafa málaflokksins nemur 75,9 m.kr.
- Varasjóður málaflokksins, 7,5 m.kr., fellur niður tímabundið vegna sértækra aðhaldsráðstafana.
- Fjárheimild málaflokksins hækkar um 161,3 m.kr. vegna yfirfærslu Krýsuvíkursamtakanna frá félags- og vinnumarkaðsráðuneyti til heilbrigðisráðuneytisins.
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.