30 Vinnumarkaður og atvinnuleysi
Skilgreining málefnasviðs
Starfsemi á þessu málefnasviði er á ábyrgð félags- og vinnumarkaðsráðherra. Það skiptist í tvo málaflokka sem sjá má í eftirfarandi töflu. Þar má jafnframt sjá fjárhagslega þróun málefnasviðsins og einstakra málaflokka á tímabilinu 2023–2025. Helstu áherslum, framtíðarsýn og meginmarkmiðum á málefnasviðinu er lýst í fjármálaáætlun.
Heildaryfirlit útgjalda og breytingar eftir tilefnum
Myndin hér á eftir sýnir sundurliðaðar breytingar á útgjaldaramma málefnasviðsins eftir helstu tilefnum sem nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða.
Heildargjöld málefnasviðs 30 Vinnumarkaður og atvinnuleysi árið 2025 eru áætluð 46.344,7 m.kr. og lækka um 2.560,4 m.kr. á föstu verðlagi fjárlaga 2024, eða sem svarar til 5,4%. Þegar tekið er tillit til áhrifa af almennum launa- og verðlagsbreytingum lækka útgjöldin um 655,6 m.kr. milli ára, eða sem svarar til 1,4%.
Myndin endurspeglar þá útfærslu og forgangsröðun sem unnin er út frá stefnumótun málefnasviðsins. Sú niðurstaða getur eftir atvikum vikið frá þeim viðmiðum sem sett voru í fjármálaáætlun, t.a.m. þannig að nýju útgjaldasvigrúmi hafi að einhverju leyti verið jafnað á móti aðhaldsmarkmiði. Aðhaldsmarkmiðið felur m.a. í sér sértækar afkomubætandi aðhaldsráðstafanir á málefnasviðum og er nánar fjallað um þær í kafla 5 Gjöld ríkissjóðs.
Hagræn skipting útgjalda
Í eftirfarandi töflu eru útgjöld málefnasviðsins, þróun fjárheimilda og fjármögnun frá árinu 2023 greind í fjóra þætti eftir hagrænni skiptingu, eins og nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða. Hagræn skipting útgjalda niður á málaflokka birtist í fylgiriti með fjárlögum.
30.10 Vinnumál og atvinnuleysi
Starfsemi málaflokksins er í höndum Vinnumálastofnunar, Atvinnuleysistryggingasjóðs og Ábyrgðasjóðs launa. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.
Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endurspegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.
Helstu verkefni 2025 |
Framkvæmdaraðili |
Breyting á fjárveitingu til verkefnis |
Markmið 1: Draga úr fjarveru frá vinnumarkaði |
||
Áframhaldandi greining einstaklinga án atvinnu þannig að unnt sé að veita einstaklingsmiðaða og þar með markvissa þjónustu í hverju tilviki fyrir sig. |
Vinnumálastofnun |
Innan ramma |
Reglulegar mælingar og greiningar á árangri þeirra vinnumarkaðsaðgerða sem gripið er til. |
Vinnumálastofnun |
Innan ramma |
Markmið 2: Efla stuðningsúrræði fyrir einstaklinga með skerta starfsgetu í tengslum við þátttöku þeirra á vinnumarkaði |
||
Einstaklingsmiðuð þjónusta við einstaklinga með skerta starfsgetu, svo sem „atvinna með stuðningi“ (AMS) og sérstök þjónusta við ungt fólk sem stendur frammi fyrir geðrænum eða félagslegum áskorunum.* |
Vinnumálastofnun |
Innan ramma. |
Endurskoðun á reglum sem gilda um stuðning til atvinnurekenda sem ráða til starfa einstaklinga með skerta starfsgetu.* |
Félags- og vinnumarkaðsráðuneyti |
Innan ramma |
* Fjárheimildir og aðgerðir vegna heildarendurskoðunar örorkukerfisins eru á málaflokkum 27.1 Bætur skv. lögum um almannatryggingar, 30.1 Vinnumál og atvinnuleysi og 32.4 Stjórnsýsla félagsmála.
Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 44.470,3 m.kr. og lækkar um 2.578 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 1.797,6 m.kr.
Ekki er um miklar breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða.
Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:
- Fjárheimild málaflokksins er aukin um 303,7 m.kr. vegna atvinnuleysisbóta í samræmi við uppfærða þjóðhagsspá með tilliti til breytinga á atvinnuleysi og mannfjölda á vinnufærum aldri.
- Fjárheimild málaflokksins er aukin um 150 m.kr. vegna millifærslu fjárheimildar vegna umsýslukostnaðar Vinnumálastofnunar hjá Fæðingarorlofssjóði til stofnunarinnar sjálfrar. Tilgangurinn er að einfalda framsetningu á rekstri stofnunarinnar í fjárlögum.
- Fjárheimild málaflokksins er aukin um 100 m.kr. vegna vinnumarkaðsúrræða fyrir fólk með skerta starfsgetu í tengslum við heildarendurskoðun örorkulífeyriskerfisins.
- Fjárheimild málaflokksins er aukin um 81,6 m.kr. vegna starfsendurhæfingarsjóða.
- Fjárheimild málaflokksins er aukin um 50 m.kr. vegna aukins framlags til vinnusamninga öryrkja.
- Fjárheimild málaflokksins er aukin um 49 m.kr. vegna Ábyrgðasjóðs launa. Fjárveitingin tengist kjarasamningum á almennum markaði sem gerðir voru í mars 2024 og snýr að hækkun hámarksgreiðslu úr sjóðnum.
- Fjárheimild málaflokksins lækkar um 2.400 m.kr. vegna tímabundinnar fjárheimildar til launagreiðslna vegna náttúruhamfara í Grindavík sem kom í fjárlögum 2024 en fellur nú niður.
- Fjárheimild málaflokksins lækkar um 28 m.kr. vegna færslu verkefna varðandi eftirlit á vinnumarkaði frá Vinnumálastofnun til Vinnueftirlits ríkisins.
- Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 888,9 m.kr.
30.20 Vinnumarkaður
Starfsemi málaflokksins er í höndum embættis ríkissáttasemjara og Vinnueftirlits ríkisins. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.
Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endurspegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.
Helstu verkefni 2025 |
Framkvæmdaraðili |
Breyting á fjárveitingu til verkefnis |
Markmið 1: Öruggari og heilsusamlegri vinnustaðir |
||
Vinnuvernd á mannamáli – aðgerð til að auka vitund og hvetja til samfélagslegrar umræðu um mikilvægi mats á áhættu og forvörnum á vinnustöðum. |
Vinnueftirlitið |
Innan ramma |
Gerð fræðslu- og stoðefnis um gerð skriflegra áætlana um öryggi og heilbrigði á vinnustöðum. |
Vinnueftirlitið |
Innan ramma |
Markmið 2: Efla fyrirbyggjandi sáttamiðlun ríkissáttasemjara við gerð kjarasamninga á vinnumarkaði |
||
Komið verði á vettvangi undir stjórn ríkissáttasemja vegna stærri deilumála milli samningsaðila á gildistíma kjarasamninga. |
Ríkissáttasemjari |
Innan ramma |
Þróuð verkefni sem samningsaðilar vinna á samningstíma og ráðgjöf veitt eftir þörfum. |
Ríkissáttasemjari |
Innan ramma |
Útfærðar vinnuaðferðir sáttamiðlunar varðandi úrlausn mála opinberra aðila. |
Ríkissáttasemjari |
Innan ramma |
Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 1.874,4 m.kr. og hækkar um 17,6 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 107,2 m.kr.
Engar breytingar eru á hagrænni skiptingu innan málaflokksins.
Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:
- Fjárheimild málaflokksins er aukin um 28 m.kr. vegna færslu verkefna varðandi eftirlit á vinnumarkaði frá Vinnumálastofnun til Vinnueftirlits ríkisins.
- Fjárheimild málaflokksins eru aukin um 14 m.kr. vegna ráðstöfunar á útgjaldasvigrúmi ráðuneytisins til að styrkja starfsemi Vinnueftirlits ríkisins hvað varðar eftirlit á vinnumarkaði.
- Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 24,4 m.kr.
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.