19 Fjölmiðlun
Skilgreining málefnasviðs
Starfsemi á þessu málefnasviði er á ábyrgð menningar- og viðskiptaráðherra. Einn mála-flokkur heyrir undir málefnasviðið sem sjá má í eftirfarandi töflu. Þar má jafnframt sjá fjárhagslega þróun málefnasviðsins og einstakra málaflokka á tímabilinu 2023–2025. Helstu áherslum, framtíðarsýn og meginmarkmiðum á málefnasviðinu er lýst í fjármálaáætlun.
Heildaryfirlit útgjalda og breytingar eftir tilefnum
Myndin hér á eftir sýnir sundurliðaðar breytingar á útgjaldaramma málefnasviðsins eftir helstu tilefnum sem nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða.
Heildargjöld málefnasviðs 19 Fjölmiðlun árið 2025 eru áætluð 7.289,2 m.kr. og aukast um 336,7 m.kr. á föstu verðlagi fjárlaga 2024, eða sem svarar til 4,8%. Þegar tekið er tillit til áhrifa af almennum launa- og verðlagsbreytingum hækka útgjöldin um 343,6 m.kr. milli ára, eða sem svarar til 4,9%.
Myndin endurspeglar þá útfærslu og forgangsröðun sem unnin er út frá stefnumótun málefnasviðsins. Sú niðurstaða getur eftir atvikum vikið frá þeim viðmiðum sem sett voru í fjármálaáætlun, t.a.m. þannig að nýju útgjaldasvigrúmi hafi að einhverju leyti verið jafnað á móti aðhaldsmarkmiði. Aðhaldsmarkmiðið felur m.a. í sér sértækar afkomubætandi aðhaldsráðstafanir á málefnasviðum og er nánar fjallað um þær í kafla 5 Gjöld ríkissjóðs.
Hagræn skipting útgjalda
Í eftirfarandi töflu eru útgjöld málefnasviðsins, þróun fjárheimilda og fjármögnun frá árinu 2023 greind í fjóra þætti eftir hagrænni skiptingu, eins og nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða. Hagræn skipting útgjalda niður á málaflokka birtist í fylgiriti með fjárlögum.
19.10 Fjölmiðlun
Starfsemi málaflokksins er í höndum fjölmiðlanefndar, Ríkisútvarpsins ohf. og einkarekinna fjölmiðla. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.
Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2025 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2024. Þannig endurspegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.
Helstu verkefni 2025 |
Framkvæmdaraðili |
Breyting á fjárveitingu til verkefnis |
Markmið 1: Stuðningur við einkarekna fjölmiðla og aðgangur að fjölmiðlaefni á íslensku |
||
Innleiðing fjölmiðlastefnu, sbr. þingsályktunartillögu um fjölmiðlastefnu. |
Menningar- og viðskiptaráðuneyti |
Innan ramma |
Styrkja stöðu einkarekinna fjölmiðla, sbr. stuðningskerfi við einkarekna fjölmiðla og aðgerðir í fjölmiðlastefnu. |
Menningar- og viðskiptaráðuneyti |
Innan ramma |
Styrkja svæðisbundna fjölmiðla utan höfuðborgarsvæðisins sérstaklega. |
Menningar- og viðskiptaráðuneyti |
Innan ramma
|
Tal- og textunarsjóður fyrir fjölmiðla til að auka aðgengi að talsettu og textuðu barnaefni á íslensku, sbr. aðgerðaáætlun í fjölmiðlastefnu.* |
Menningar- og viðskiptaráðuneyti
|
Innan ramma
|
Nýsköpunar- og þróunarsjóður fyrir fjölmiðla. |
Menningar- og viðskiptaráðuneyti
|
Innan ramma
|
Stuðningur við nýtt grunnnám í blaðamennsku við Háskóla Íslands. |
Menningar- og viðskiptaráðuneyti
|
Innan ramma
|
Markmið 2: Sjálfstætt Ríkisútvarp sem nýtur trausts og sinnir vandaðri og aðgengilegri fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu |
||
Áhersla á leikið íslenskt efni til að auka framboð og gæði á leiknu íslensku sjónvarpsefni skv. þjónustusamningi. |
RÚV |
Innan ramma |
Unnið verði að því að nýta gervigreind til uppbyggingar á máltæknilausnum og sjálfvirkri textun í rauntíma á íslensku tal- og myndefni. |
RÚV
|
Innan ramma
|
Markmið 3: Fræðsla sem eflir stafræna færni, netöryggi og miðlalæsi allra aldurshópa, með áherslu á börn og ungmenni |
||
Áframhaldandi samanburðarrannsóknir á stafrænni færni, netöryggi og miðlalæsi. |
Fjölmiðlanefnd |
Innan ramma |
SAFT – miðlalæsis- og netöryggisfræðsla í grunnskólum til að efla stafræna færni. |
Fjölmiðlanefnd |
Innan ramma |
* Verkefnið styður jafnframt við markmið 1 í málaflokki 18.3.
Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2025 er áætluð 7.289,2 m.kr. og hækkar um 336,7 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 6,9 m.kr.
Ekki er um neinar breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða.
Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:
- Fjárheimild málaflokksins er aukin um 390 m.kr. til samræmis við tekjuáætlun af útvarpsgjaldi.
- Aðhaldskrafa málaflokksins nemur 53,3 m.kr. sem er skipt hlutfallslega niður á stofnanir og verkefni málaflokksins.
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.