Hoppa yfir valmynd

Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar

Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar annast verkefni á sviði stjórnsýslu og eftirlits með félagsþjónustu sem veitt er á grundvelli samninga eða af hálfu sveitarfélaga og opinberra stofnana. 

Stofnunin sinnir þróun og útgáfu gæðaviðmiða, kröfulýsinga, árangursmælikvarða  og starfsleyfa fyrir þjónustu á þeim málasviðum sem undir hana heyra. Einnig hefur hún eftirlit með þeim verkefnum á sviði félagsþjónustu sem heyra undir félags- og jafnréttismálaráðherra og hefur eftirlit með meðferðarheimilum Barnaverndarstofu.

Réttindagæsla fyrir fatlað fólk starfar innan stofnunarinnar sem og sérfræðiteymi um aðgerðir til að draga úr nauðung í þjónustu við fatlað fólk. Þá sér stofnunin um endurgreiðslur til annarra stjórnvalda á grundvelli laga um félagsþjónustu sveitarfélaga og barnaverndarlaga.

Sjá einnig:

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira