Hoppa yfir valmynd

Ábendingar um misbrest í stjórnsýslu eða þjónustu

Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar (GEF) tekur við  ábendingum um misbrest í stjórnsýslu eða félagsþjónustu sem veitt er af sveitarfélögum, opinberum stofnunum eða á grundvelli samninga við félagasamtök, sjálfseignarsamtök eða aðra einkaaðila. Stofnanirnar sem hér um ræðir heyra undir félags- og jafnréttismálaráðherra og eru BarnaverndarstofaFjölmenningarseturGreiningar- og ráðgjafastöð ríkisins og Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu. Eftirlit með meðferðarheimilum Barnaverndarstofu heyrir undir Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar.

Hverjir geta sent inn ábendingu?

Almenningur, fagfólk og notendur þjónustunnar geta sent ábendingu um misbresti í þjónustu eða stjórnsýslu þjónustuveitenda til GEF.

Hvenær er hægt að senda inn ábendingu?

Ávallt skal leitast við að nýta farveg ábendinga eða tilkynninga hjá viðkomandi þjónustuaðila áður en ábending er send til GEF.

Skjóta skal ákvörðun, á vettvangi sveitarfélags, sem ágreiningur er um til félagsmálanefndar og skal sú leið vera tæmd áður en aðrar leiðir eru nýttar.

Hægt er að kæra ákvörðun stjórnvalds til úrskurðarnefndar velferðarmála, eftir því sem mælt er fyrir í lögum. Finna má upplýsingar um málsmeðferð á vefsvæði nefndarinnar.

Hvernig er ábendingu komið á framfæri?

Hægt er að benda á eða tilkynna um misbrest í stjórnsýslu sveitarfélaga eða viðkomandi opinberra stofnana til GEF. Eyðublað vegna ábendinga/tilkynningar til stofnunarinnar má nálgast á eyðublaðavef stjórnarráðsins. Vakni spurningar um eyðublaðið eða útfyllingu þess þá vinsamlega sendið póst á [email protected] eða hringið í síma 545-8100.

Hvað gerist eftir að ábendingu er komið á framfæri?

Heyri ábending undir málasvið GEF er málið tekið til nánari skoðunar. Að öðrum kosti er þeim sem sendir inn ábendinguna leiðbeint um úrræði og málið áframsent til viðkomandi stjórnvalds, eftir atvikum.

Þegar könnun á máli er lokið og ákvörðun tekin um næstu skref, eru málsaðilar upplýstir um það.

Sjá einnig:

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira