Eftirlit
Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar (GEF) hefur eftirlit með félagsþjónustu sveitarfélaga, þjónustu stofnana sem heyra undir félags- og jafnréttismálaráðherra og þjónustu sem veitt er á grundvelli samninga og tekur til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga, laga um málefni fatlaðs fólks, barnaverndarlaga, laga um málefni aldraðra og að lokum laga um málefni innflytjenda. Stofnanirnar sem hér um ræðir eru Barnaverndarstofa, Fjölmenningarsetur, Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins og Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu.
GEF annast eftirlit með meðferðarheimilum sem rekin eru af Barnaverndarstofu. Ákvörðun um hvort önnur eftirlits- og stjórnsýsluverkefni á sviði barnaverndar flytjist til stofnunarinnar ræðst af niðurstöðum endurskoðunar á barnaverndarlögum.
Gæða- og eftirlitsstofnun
Sjá einnig:
Lög og reglugerðir
Stofnanir
Áhugavert
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.