Hoppa yfir valmynd
14. ágúst 2019

Unnið að gerð gæðaviðmiða fyrir þjónustu við fatlað fólk

Í lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi þjónustuþarfir, 4. gr. um yfirstjórn og eftirlit ráðherra, er kveðið á um að ráðherra skuli hafa eftirlit með framkvæmd laganna. Meðal annars er kveðið á um að þjónusta, starfsemi og rekstur sveitarfélaga og annarra aðila samkvæmt lögunum sé í samræmi við markmið þeirra, að setja skuli reglugerðir og reglur samkvæmt þeim og öðrum skuldbindingum á sviði mannréttindamála. Einnig er kveðið á um að ráðherra skuli hafa umsjón með gerð þjónustu- og gæðaviðmiða í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga og hagsmunasamtök fatlaðs fólks. Ráðherra fól Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar ofangreind verkefni. Á grundvelli þess vinnur starfshópur undir stjórn Gæða- og eftirlitsstofnunarinnar nú að gerð gæðaviðmiða. Samstarfsaðilar eru Öryrkjabandalag Íslands, Landssamtökin Þroskahjálp, Samband íslenskra sveitarfélaga, Samtök félagsmálastjóra, velferðarsvið Reykjavíkurborgar og Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins.

Gæðaviðmiðum er ætlað að:

  • skýra þær kröfur sem gerðar eru til þjónustunnar að lágmarki,
  • leggja grunn að meiri gæðum og öryggi þjónustunnar,
  • styrkja forsendur eftirlits,
  • stuðla að samræmingu þjónustunnar, óháð þjónustuveitanda og staðsetningu á landinu.

Gæðaviðmið eiga sér oftast stoð í lögum eða alþjóðlegum skuldbindingum og eru ekki fyrirmæli eða tilskipanir heldur leiðbeinandi. Gæðaviðmið gagnast jafnt þjónustuveitendum, eftirlitsaðilum og notendum þjónustu. 

Á tímabilinu febrúar til maí voru haldnir sex fundir í starfshópnum. Í upphafi var verkefnið afmarkað og lagaumhverfið greint með hliðsjón af þeim þáttum sem gæðaviðmið gætu eða ættu að taka til. Tekið er mið af þekkingu og reynslu annarra þjóða, svo sem  Norðurlandanna, Englands, Skotlands, Möltu og Ástralíu. Horft er til útkomumiðaðra gæðaviðmiða, það er hverju þjónustan skilar notandanum.

Eftir hlé sumarið 2019 verður þráðurinn tekinn upp með haustinu og áætlað að gæðaviðmið fyrir þjónustu við fatlað fólk verði kynnt á vormánuðum 2020.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira