Hoppa yfir valmynd
29. október 2019

Eftirfylgni eftirlits og úttekta

Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar er með eftirlit með þjónustu sem veitt er á grundvelli laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 og laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018. Stofnunin sinnir einnig lögbundnu eftirliti með meðferðarheimilum Barnaverndarstofu.

Frá því að Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar tók til starfa hefur þessu eftirliti verið sinnt með ýmsum hætti, m.a. með úttektum á þjónustu. Í úttektarskýrslu koma fram ábendingar eða leiðbeiningar til þjónustuveitanda um þætti þjónustunnar sem betur mættu fara. 

Skilgreindur hluti úttektarinnar er eftirfylgni hennar, þ.e. að hafa samband við þjónustuveitanda aftur til að kanna hvort að úrbætur hafa verið gerðar á framkvæmd þjónustunnar. Mismunandi langur tími líður frá úttekt þar til eftirfylgni úttektarinnar fer fram. Sem dæmi má nefna að ráðgert er að eftirfylgni úttektar á þjónustu tiltekins sveitarfélags við fatlað fólk muni fara fram hálfu ári eftir birtingu niðurstaðna úttektarinnar. Í þeim tilvikum þar sem ljóst er að breytingar taka umtalsverðan tíma væri e.t.v. miðað við eitt ár.

Í septembermánuði s.l. var lokið við eftirfylgni úttektar á þjónustu við fatlaðan einstakling í búsetuúrræði. Úttektin sjálf var unnin á árinu 2018 á vegum velferðarráðuneytisins áður en Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar tók til starfa. 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira