Hoppa yfir valmynd
14. nóvember 2019

Úttekt á búsetuþjónustu Vinakots

Álftir á flugi - myndHugi Ólafsson

Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar lauk nýlega úttekt á búsetuþjónustu Vinakots. Vinakot er í dag með búsetuúrræði á tveimur stöðum en þegar reksturinn var umfangsmestur voru rekin búsetuúrræði á níu stöðum. Í janúar 2018 var starfsemi fyrirtækisins skipt upp með það að markmiði að bæta gæði þjónustunnar.

Niðurstöður úttektarinnar eru þær að Vinakot þurfi að huga að aðgerðum til að auka stöðugleika í mannahaldi og leggja aukna áherslu á fræðslu og faglega þjálfun starfsmanna. Aukin áhersla hefur verið á sjálfsmat eða innra mat stofnana, bæði hérlendis og erlendis og hvetur Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar Vinakot til að huga að innleiðingu þess. Í sjálfsmatinu leggur stofnunin/fyrirtækið sjálft mat á eigin frammistöðu; hvar hafi tekist vel til og hvar megi gera betur.

Úttekt á búsetuþjónustu Vinakots

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira