Hoppa yfir valmynd
13. febrúar 2020

Starfsmannabreytingar hjá GEF

Þann 31. janúar sl. lét Sigríður Jónsdóttir af störfum en hún gegndi embætti framkvæmdastjóra Gæða- og eftirlitsstofnunar félagsþjónustu og barnaverndar (GEF) frá frá því að stofnunin hóf starfsemi í maí 2018. Guðrún Björk Reykdal hefur verið sett til að gegna embætti framkvæmdastjóra GEF til 31. júlí 2020. Íris Dögg Lárusdóttir hefur verið ráðin til að leysa Guðrúnu Björk af og mun hún sinna verkefnum á sviði eftirlits hjá stofnuninni.

Í dag er Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar starfrækt sem ráðuneytisstofnun. Félags- og barnamálaráðherra fyrirhugar að leggja fram frumvarp á vorþingi þar sem lagt er til að sett verði sérstök lög um stofnunina og hluti þeirra verkefna sem Barnaverndarstofa annast í dag fluttur til hennar.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira