Starfsemi GEF á tímum heimsfaraldurs
Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar (GEF) fylgir fyrirmælum sóttvarnarlæknis og almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra, sem lýst hafa yfir hæsta almannavarnarstigi, neyðarstigi, vegna faraldurs veirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19.
Mikið álag er nú á starfsstöðum sem heyra undir eftirlitsskyldu GEF vegna faraldursins og í ljósi þessa hefur stofnunin endurmetið hvernig eftirliti og úttektum sé best háttað. Úttektir og eftirlit sem fela í sér vitjanir á starfsstaði falla niður á tímabilinu 16. mars til 13. apríl 2020. Tilgangurinn er að lágmarka útbreiðslu smits til einstaklinga í áhættuhópum og starfsfólks í félagsþjónustu ásamt því að auka ekki við álag á starfsemi sem heyrir undir eftirlitsskyldu GEF. Önnur starfsemi GEF sem felur ekki í sér vitjanir mun haldast óbreytt á tímabilinu.
GEF mun endurmeta stöðuna eftir því sem málinu vindur fram, í samræmi við ráðleggingar og fyrirmæli stjórnvalda.