Hoppa yfir valmynd
30. mars 2020

Starfsemi sérfræðiteymisins á tímum heimsfaraldurs

Frá Sérfræðiteymi um aðgerðir til að draga úr beitingu nauðungar í þjónustu við fatlað fólk.

Í lögum um réttindagæslu fyrir fatlað fólk nr. 88/2011 er kveðið á um ráðstafanir til að draga úr beitingu nauðungar í þjónustu við fatlað fólk og hlutverk sérfræðiteymisins í þeim ráðstöfunum. Þær sérstöku aðstæður sem nú eru í samfélaginu kunna að hafa þau áhrif að beiting nauðungar í þjónustu við fatlað fólk verður talin óumflýjanleg. Sérfræðiteymið mun kappkosta að sinna hlutverki sínu, að veita ráðgjöf, gera umsagnir vegna beiðna um undanþágu og taka á móti tilkynningum um beitingu nauðungar í samræmi við lögin. 

Starfshættir sérfræðiteymisins breytast þannig að öll samskipti verða með rafrænum hætti. Ef frekari upplýsinga er óskað þá hafið samband við [email protected].   

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira