Framlenging á frestun heimsókna GEF vegna úttekta og eftirlits á starfsstaði
Í ljósi neyðarstigs almannavarna vegna COVID-19 og framlengingar samkomubanns til 4. maí frestar Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar (GEF) heimsóknum á starfsstaði vegna úttekta og eftirlits. Líkt og áður er tilgangur frestunar heimsókna að lágmarka útbreiðslu smits til einstaklinga í áhættuhópum og starfsfólks í félagsþjónustu ásamt því að auka ekki við álag á starfsemi sem heyrir undir eftirlitsskyldu GEF.
Gert er ráð fyrir að heimsóknir geti hafist að nýju fyrri hluta maí en vinsamlega fylgist með á vefsvæði GEF, þar sem upplýst verður um framvinduna.