Hoppa yfir valmynd
23. júlí 2020

Lögbundið eftirlit með meðferðarheimilum Barnaverndarstofu.

Með breytingu á barnaverndarlögum árið 2011 var þáverandi velferðarráðuneyti gert ábyrgt fyrir eftirliti með meðferðarheimilum Barnaverndarstofu. Ráðuneytið skyldi fela óháðum sérfræðingi að heimsækja heimilin að lágmarki einu sinni á ári. Tekið er fram í lögunum að sérfræðingurinn skuli sérstaklega leitast við að gefa þeim börnum sem dvelja á þessum heimilum kost á að tjá sig um líðan sína og aðbúnað.

Eftirlit ráðuneytisins með meðferðarheimilum Barnaverndarstofu hefur frá þessum tíma byggt á Stöðlum fyrir vistun eða fóstur barna á vegum barnaverndaryfirvalda, 2. útgáfu frá 2011.

Við stofnun Gæða- og eftirlitsstofnunar félagsþjónustu og barnaverndar (GEF) árið 2018 var eftirlit ráðuneytisins flutt til GEF. Meðferðarheimili Barnaverndarstofu eru í dag þrjú talsins: Laugaland í Eyjafjarðarsveit, Lækjarbakki í Rangárþingi ytra og Stuðlar í Reykjavík en þar er bæði meðferðardeild og neyðarvistun. Í árlegum heimsóknum hefur verið rætt við þau ungmenni sem eru á heimilinu á hverjum tíma, auk þess sem rætt er við forstöðumann og starfsmenn og símaviðtöl tekin við foreldra ungmennanna. Skýrslur með niðurstöðum eftirlits eru sendar Barnaverndarstofu og félagsmálaráðuneyti.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira