Hoppa yfir valmynd
24. júlí 2020

Ársskýrsla 2019 er komin út

Ársskýrsla Gæða- og eftirlitsstofnunar félagsþjónustu og barnaverndar (GEF) fyrir árið 2019 er komin út. Þetta er önnur ársskýrsla stofnunarinnar en hún hóf starfsemi sína í maí 2018.

Í skýrslunni er farið yfir starfsemi stofnunarinnar, helstu verkefni GEF og þær áherslur sem lagðar voru á árinu. Ber þar helst að nefna stefnu GEF sem birt var á árinu en um hana segir Guðrún Björk Reykdal, settur framkvæmdarstjóri, í ávarpi sínu:

"Á árinu var birt stefna Gæða- og eftirlitsstofnunar sem er afurð samvinnu starfsfólks og var í mótun frá haustmánuðum 2018. Í stefnunni kemur fram að hlutverk stofnunarinnar sé að styrkja undirstöður heildstæðrar þjónustu ríkis og sveitarfélaga, bæta gæði og öryggi þjónustu í samstarfi við þjónustuaðila og notendur og hafa eftirlit með því að þjónusta sé veitt í samræmi við lög og alþjóðlega sáttmála."

Stefna GEF útlistar meðal annars þau gildi sem starfsfólk hennar hefur einsett sér að vinna eftir. Áherslan er á virðingu, traust og samvinnu í öllum samskiptum við notendur og aðra samstarfsaðila.

Ársskýrsla GEF 2019

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira