Hoppa yfir valmynd
19. október 2020

Ábendingar til GEF um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA)

Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar hafa borist þó nokkrar ábendingar er varða þjónustuformið notendastýrð persónulega aðstoð (NPA) samkvæmt lögum nr. 38/2018. Ábendingarnar snúa helst að afgreiðsluferli umsókna um NPA samninga, að sá ferill, bæði hjá sveitarfélögum og félagsmálaráðuneytinu, sé ógagnsær og að afgreiðslutími umsókna um NPA sé of langur. Þá snúa ábendingar einnig að því að sveitarfélög hafi ekki sett sér reglur um NPA, aðgengi að umsóknum um NPA samninga hjá sveitarfélögum sé ábótavant og að framkvæmd þjónustunnar hjá sveitarfélögum sé ekki í samræmi við lög, reglugerð og handbók um NPA. Þá sé þörf á að skýra hvert gildi handbókar um NPA sé gagnvart sveitarfélögum.

Samkvæmt bráðabirgðaákvæði í reglugerð um NPA nr. 1250/2018 skal hún endurskoðuð fyrir 31. desember 2022 að fenginni reynslu á innleiðingartímabili þjónustunnar og samkvæmt bráðabirgðaákvæði I í lögum nr. 38/2018 skal fyrirkomulag notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar endurskoðað innan þriggja ára frá gildistöku laganna í ljósi fenginnar reynslu. Í ljósi þess fjölda ábendinga sem hafa borist er varða NPA samkvæmt lögum nr. 38/2018 hefur Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar nú hvatt félagsmálaráðuneytið til þess að hefja strax endurskoðun á NPA reglugerð og handbók um NPA enda sé ljóst að skýra þurfi umgjörðina um NPA fyrir notendum, umsýsluaðilum og sveitarfélögum. Við endurskoðunina er ráðuneytið einnig hvatt til þess að hafa víðtækt samráð við viðeigandi aðila s.s. sveitarfélög, réttindagæslumenn fatlaðs fólks, NPA umsýsluaðila, notendur NPA, starfsmenn NPA og hagsmunasamtök.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira