Hoppa yfir valmynd
08. desember 2020

Úttekt á þjónustu við íbúa í Skálatúni

Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar lauk nýlega úttekt á þjónustu við íbúa í Skálatúni í Mosfellsbæ. Í Skálatúni búa 35 fatlaðir einstaklingar í sex búsetueiningum, þar af eru tveir íbúðakjarnar og fjögur herbergjasambýli. Einnig er þar rekin dagþjónusta fyrir fatlað fólk. Meginmarkmið úttektarinnar var að afla upplýsinga um starfsemi Skálatúns, að fá fram upplifun og reynslu einstaklinga af búsetu á heimili sínu og að leggja mat á hvort og þá hvernig þjónustan stuðlar að sjálfstæðu lífi íbúa og almennri þátttöku þeirra í samfélaginu. Til að gæta þess að úttektin varpi ljósi á gæði þjónustunnar var stuðst við Gæðaviðmið fyrir félagslega þjónustu við fatlað fólk við framkvæmd og gagnaúrvinnslu úttektarinnar.

Niðurstöður úttektarinnar sýndu meðal annars að Skálatún þarf að styðja við aukna samfélagsþátttöku íbúa og bæta faglegt starf sitt með aukinni fræðslu til starfsfólks. Einnig kom fram fjöldi atriða sem huga þarf að varðandi starfsemi og skipulag herbergjasambýlisins að Skálahlíð 11a, en þar búa níu einstaklingar með mikla þjónustuþörf. Auk þess beinir Gæða- og eftirlitsstofnun því til Mosfellsbæjar að leggja áherslu á að bjóða einstaklingum sem búa í herbergjasambýlum Skálatúns aðra búsetukosti í samræmi við lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira