Hoppa yfir valmynd
04. mars 2021

Starfsleyfi vegna reksturs einkaaðila í félagslegri þjónustu

Með breytingu á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 og nýjum lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018, sem tóku gildi 1. október 2018, var starfsleyfisskylda einkaaðila sem veita félagslega þjónustu á grundvelli laganna, fest í lög. Að auki kom inn ákvæði um að einkaaðilar sem reka starfsemi sem hefur það meginmarkmið að bjóða fötluðu fólki sértæka aðstoð eða þjónustu sé óheimilt að starfa án starfsleyfis.

Í árslok 2020 höfðu borist 96 umsóknir um starfsleyfi og 4 tilkynningar um breytingar á starfsleyfi. Þá hafði meðferð 51 starfsleyfisumsóknar verið lokið með útgáfu starfsleyfis eða starfsleyfa en sumir umsækjendur fá fleiri en eitt starfsleyfi fyrir þjónustu sem þeir reka. Alls voru 40 umsóknir til meðferðar í árslok 2020 en nokkrum hafði verið synjað, þær dregnar til baka eða felldar úr gildi.

Tæpur helmingur umsókna um starfsleyfi er vegna umsýslu með samningi um notendastýrða persónulega aðstoð. Um áramótin 2020-2021 höfðu verið gefin út 36 starfsleyfi til umsýsluaðila, þar af eitt til félags sem starfar á landsvísu og þrjú til félaga sem starfa á afmörkuðum svæðum eða sveitarfélögum. Næst flestar umsóknir hafa borist frá einkaaðilum sem veita stuðningsþjónustu og stoðþjónustu en í árslok 2020 höfðu 7 aðilar fengið starfsleyfi til að veita slíka þjónustu. Nokkrar umsóknir af þessum toga voru felldar úr gildi í byrjun janúar 2021 samhliða breytingum á reglugerðum um starfsleyfi til einkaaðila sem veita þjónustu byggða á lögunum. Þá höfðu 10 starfsleyfi verið gefin út til félaga eða einstaklinga til að reka eftirfarandi þjónustu; stoðþjónustu í sérstöku húsnæðisúrræði (2), stoðþjónustu í skammtímadvöl (2), stoðþjónustu í sérstöku húsnæði fyrir börn með miklar þroska- og geðraskanir (2), stoðþjónustu í sambýli (1) og að lokum 2 fyrir aðra þjónustu sem hefur þann megintilgang að veita fötluðu fólki aðstoð/þjónustu (orlofsdvöl). Að auki höfðu 3 starfsleyfi verið gefin út til að reka atvinnu- og/eða hæfingartengda þjónustu.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira