Hoppa yfir valmynd
29. desember 2021

Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála

Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar tók til starfa hinn 7. maí 2018. Stofnunin hefur starfað sem ráðuneytisstofnun, fyrst innan velferðarráðuneytis og síðar félagsmálaráðuneytis, á grundvelli heimildar í lögum um Stjórnarráð Íslands.

Þann 1. janúar nk. tekur til starfa ný sjálfstæð eftirlitsstofnun, Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála, þegar lög nr. 88/2021 um stofnunina taka gildi.

Stofnunin mun fara með eftirlit með gæðum þjónustu sem er veitt á grundvelli barnaverndarlaga, laga um Barna- og fjölskyldustofu, laga um félagsþjónustu sveitarfélaga, laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, laga um málefni aldraðra, laga um Ráðgjafar- og greiningarstöð, laga um þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu og laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Þá mun Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála veita rekstrarleyfi og þróa gæðaviðmið á grundvelli bestu mögulegu þekkingar á málaflokkum á verkefnasviði stofnunarinnar.

Réttindagæslumenn fatlaðs fólks og sérfræðiteymi um aðgerðir til að draga úr beitingu nauðungar hafa starfað innan ráðuneytisstofnunarinnar. Þar voru einnig teknar ákvarðanir um afgreiðslu umsókna um fjárhagslega neyðaraðstoð til heimferðar íslenskra ríkisborgara á grundvelli 66. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga. Þessi verkefni flytjast til félagsmálaráðuneytisins þegar Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála tekur til starfa. Þá ber að geta þess að Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar annaðist endurgreiðslur til sveitarfélaga á grundvelli 15. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga og 15. gr. barnaverndarlaga en þetta verkefni fluttist til Fjölmenningarseturs í maí sl.

Starfsfólk Gæða- og eftirlitsstofnunar félagsþjónustu og barnaverndar fagnar betri lagaumgjörð um eftirlit með félagslegri þjónustu og þeim tækifærum sem í henni felast.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira