Hoppa yfir valmynd

Starfsleyfi

Starfsleyfiskylda einkaaðila

Einkaaðilar sem hyggjast veita þjónustu samkvæmt lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir eða samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, þurfa að afla starfsleyfis félagsmálaráðuneytisins. Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar sér um útgáfu starfsleyfanna. Opinberum aðilum er óheimilt að semja við einkaaðila um að veita þjónustu sem er starfsleyfisskyld, hafi viðkomandi ekki aflað starfsleyfis ráðuneytisins.

Skilyrði starfsleyfis

Þjónusta við fatlað fólk

Öll þjónusta einkaaðila sem veitt er samkvæmt lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018 er starfsleyfisskyld. Þá nær starfsleyfisskylda einkaaðila einnig til þeirra sem sinna þjónustu sem ekki er lögbundin ef hún hefur þann megintilgang að veita fötluðu fólki sértæka aðstoð eða þjónustu. Fjallað er um skilyrði starfsleyfa fyrir þjónustu við fatlað fólk í reglugerð nr. 856/2020 um starfsleyfi til einkaaðila sem veita þjónustu við fatlað fólk.

Þjónusta samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga

Einkaaðili sem veitir félagsþjónustu er starfsleyfisskyldur samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:

  • Þjónustan er lögbundin þjónusta sveitarfélaga samkvæmt lögum nr. 40/1991.
  • Þjónusta er veitt fyrir hönd ákveðins sveitarfélags, þ.e. samningssamband er á milli einkaaðilans og sveitarfélagsins þar sem gerð er krafa um að einkaaðilinn veiti íbúum sveitarfélags ákveðna þjónustu.

Fjallað er um skilyrði starfsleyfa í reglugerð nr. 1320/2020 um starfsleyfi til einkaaðila sem veita félagsþjónustu.

Umsókn um starfsleyfi

Sótt er um starfsleyfi á eyðublaðavef Stjórnarráðsins þar sem finna má eyðublað til úfyllingar undir ,,Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar”. Frekari upplýsingar er að finna undir flipanum Spurt og svarað en einnig eru upplýsingar veittar hjá Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar.

Spurt og svarað um starfsleyfi

Sjá nánar um starfsleyfisskyldu einkaaðila undir flipanum Almennt um starfsleyfi hér að ofan.

Á umsóknareyðublaðinu sem er að finna á eyðublaðavef Stjórnarráðsins er gerð grein fyrir því hvaða gögnum þarf að skila en það er mismunandi eftir því hvernig þjónustu sótt er um starfsleyfi til að reka.

Það er bara nauðsynlegt að fylla út upplýsingar um forsvarsmann þegar það er rekstraraðili sem er með sérstaka kennitölu fyrir reksturinn sem sækir um starfsleyfi, það er t.d. einkahlutafélag eða sjálfseignarstofnun. Ef einstaklingur sækir um starfsleyfi, t.d. vegna umsýslu með NPA samningi þarf ekki að fylla út upplýsingar um forsvarsmann. Forsvarsmaður og umsækjandi eru þá sami aðilinn.

Hægt er að skoða umsókn sem hefur verið send. Þá er farið inn á eyðublaðavef Stjórnarráðsins og notað sama auðkenni (notendanafn og lykilorða eða rafræn skilríki) og notað var þegar umsóknin var send. Þar er valinn flipinn Mín mál, samanber myndina.

Mínar síður - skjáskot

Eftir að umsókn hefur verið send er hægt að nálgast hana undir flipanum ,,Mín mál“ á eyðublaðavef Stjórnarráðsins. Hægt er að bæta við athugasemd eða fylgiskjali.  

Hyggist einstaklingur eða félag sem hlotið hefur starfsleyfi gera breytingar á rekstri sínum þarf að tilkynna um slíkt til Gæða- og eftirlitsstofnunar félagsþjónustu og barnaverndar, sbr. 10. gr. reglugerðar um starfsleyfi til einkaaðila sem veita félagsþjónustu nr. 1320/2020 og 10. gr. reglugerðar um starfsleyfi til einkaaðila sem veita þjónustu við fatlað fólk nr. 856/2020. Tilkynna skal slíkar breytingar á þar til gerðu eyðublaði á eyðublaðavef Stjórnarráðsins.

Hyggist starfsleyfishafi hætta rekstri þjónustu að hluta til eða að öllu leyti ber að tilkynna um það til Gæða- og eftirlitsstofnunar félagsþjónustu og barnaverndar sbr. 10. gr. reglugerðar um starfsleyfi til einkaaðila sem veita félagsþjónustu nr. 1320/2020 og 10. gr. reglugerðar um starfsleyfi til einkaaðila sem veita þjónustu við fatlað fólk nr. 856/2020. Vakin er athygli á því að ef starfsemi starfsleyfishafa er bundin við ákveðið húsnæði þar sem Gæða- og eftirlitsstofnun hefur veitt heimild til að reka starfsemina en starfsleyfishafi ákveður að hætta rekstri starfsemi í húsnæðinu er það tilkynningaskylt samkvæmt ákvæðinu. Tilkynna skal um lok þjónustu á þar til gerðu eyðublaði á  eyðublaðavef Stjórnarráðsins.

Þegar það liggur fyrir samkomulag um úthlutun vinnustunda vegna samnings um notandastýrða persónulega aðstoð er hægt að sækja um starfsleyfi til að hafa umsýslu með framkvæmd samningsins. Samkomulagið skal þá vera undirritað af fulltrúa sveitarfélags og notanda eða fulltrúa notanda ef notandi er ólögráða eða er ekki fær um skrifa undir sjálfur.

í 1. mgr. 7. gr. reglugerðar um starfsleyfi til einkaaðila sem veita félagsþjónustu, nr. 1320/2020 kemur fram að Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar (GEF) skuli afla umsagnar notendaráða í því sveitarfélagi þar sem starfsemin er, áður en umsókn um starfsleyfi er tekin til afgreiðslu. Í 1. mgr. 7. gr. reglugerðar um starfsleyfi til einkaaðila sem veita þjónustu við fatlað fólk nr. 856/2020 kemur svo fram að GEF skuli tilkynna notendaráði um fyrirhugaða afgreiðslu á umsókn um starfsleyfi. Notendaráð hafi svo heimild til að veita skriflega umsögn um umsóknina í kjölfar slíkrar tilkynningar.

Tekið skal fram að áður en umsagnarbeiðnir eru sendar til notendaráða hefur GEF farið yfir umsóknargögn og starfsemi og rekstur einkaaðila sem sækir um starfsleyfi og ákveðið að gefa út starfsleyfi til viðkomandi, með fyrirvara um umsögn notendaráðs.

Með umsagnarbeiðni eða tilkynningu til notendaráðs gefst notendum tækifæri til að tjá sig um umsækjanda og/eða rekstur hans og koma með ábendingar, liggi slíkar upplýsingar fyrir hendi. Tekið skal fram að umsögnin þarf að byggja á málefnalegum rökum. Einnig getur umsögn einfaldlega verið þannig að notendaráð mælir með veitingu starfsleyfis til viðkomandi í sveitarfélaginu eða eitthvað í þeim dúr.

Í ársbyrjun 2021 voru 33 einstaklingar með gilt starfsleyfi til að annast umsýslu með einum samningi um notendastýrða persónulega aðstoð.

Yfirlitið hér að neðan nær til þeirra starfsleyfa sem Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar hefur gefið út og reksturinn miðar að því að þjónusta fleiri en einn einstakling. 

Heiti leyfishafa Forsvarsmaður Inntak þjónustu Sveitarfélag/svæði þar sem starfsleyfið gildir Útgáfudagsetning Gildir til
Allirsáttir ehf.  Ari Grétar Björnsson  Stuðnings- og stoðþjónusta  Akranes 18. maí 2021  17. maí 2024 
Allirsáttir ehf.  Ari Grétar Björnsson  Akstursþjónusta fyrir fatlað fólk  Akranes 18. maí 2021  17. maí 2024 
Ás styrktarfélag ses. Þóra Þórarinsdóttir Stoðþjónusta í sérstöku húsnæðisúrræði Reykjavík, Hafnarfjörður og Garðabær 3. sept. 2020 2. sept. 2023
Ás styrktarfélag ses.  Þóra Þórarinsdóttir  Stoðþjónusta í sambýli  Reykjavík og Kópavogur  3. sept. 2020  2. sept. 2023 
Ás styrktarfélag ses. Þóra Þórarinsdóttir Atvinnu- og hæfingartengd þjónusta Reykjavík og Kópavogur 3. sept. 2020 2. sept. 2023
Ás styrktarfélag ses. Þóra Þórarinsdóttir Stoðþjónusta í skammtímadvöl Reykjavík 3. sept. 2020 2. sept. 2023
Bergljót Snorradóttir
  Orlofsdvöl fyrir fatlað fólk
Eyjafjarðarsveit
7. des. 2020
6. des. 2023
Dagar ehf. Pálmar Óli Magnússon Stuðningsþjónusta Garðabær, Hafnarfjörður og Kópavogur 5. nóv. 2019 Ótímabundið
Finnbogi Jóhannsson   Stoðþjónusta í sérstöku húsnæði fyrir fötluð börn með miklar þroska- og geðraskanir Skeiða- og Gnúpverjahreppur 16. júní. 2020  15. júní. 2022
GKEK ehf. Guðný Katrín Einarsdóttir Kjærnested  Stuðnings- og stoðþjónusta  Reykjavík, Kópavogur, Hafnarfjörður og Garðabær  16. des. 2021  15. des. 2024 
Handverkstæðið Ásgarður Heimir Þór Tryggvason Atvinnu- og hæfingartengd þjónusta Mosfellsbær 3. sept. 2020 2. sept. 2023
Heilabrot, félagasamtök Margit Robertet Stoðþjónusta í sérstöku húsnæðisúrræði Garðabær 23. jan. 2020 Ótímabundið
Heilindi, búseta og skóli ehf.  Helga Kristín Gilsdóttir  Stoðþjónusta í sérstöku húsnæðisúrræði  Hafnarfjörður  7. apríl 2021  6. apríl 2024 
Heilindi, búseta og skóli ehf.  Helga Kristín Gilsdóttir  Stoðþjónusta í skammtímadvöl  Hafnarfjörður  7. apríl 2021  6. apríl 2024 
Heilindi, búseta og skóli ehf.  Helga Kristín Gilsdóttir  Stoðþjónusta í sérstöku húsnæði fyrir börn með miklar þroska- og geðraskanir  Hafnarfjörður  7. apríl 2021  6. apríl 2024 
Hópbílar hf.  Ágúst Haraldsson  Akstursþjónusta fyrir fatlað fólk  Reykjavík, Hafnarfjörður, Garðabær, Mosfellsbær og Seltjarnarnes  7. okt. 2021  6. okt. 2024 
Ingibjörg Thomsen    Orlofsdvöl fyrir fatlað fólk  Árborg  11. júní 2021  10. júní 2024 
Innan handar ehf. Hallfríður Reynsdóttir Umsýsla vegna notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar Reykjavík 13. maí. 2020 Ótímabundið
Klettabær ehf.  Guðjón Þorkelsson Gíslason  Stoðþjónusta í skammtímadvöl  Kópavogur, Hafnarfjörður og Garðabær  20. jan. 2021  19. júlí 2021 
Klettabær ehf.  Guðjón Þorkelsson Gíslason  Stoðþjónusta í sérstöku húsnæði fyrir fötluð börn með miklar þroska- og geðraskanir  Reykjavík, Kópavogur, Hafnarfjörður og Garðabær 20. jan. 2021  19. júlí 2021 
Magnús Einþór Áskelsson   Orlofsdvöl fyrir fatlað fólk Fljótsdalshérað 17. sept. 2020 16. sept. 2023
Mannvirðing ehf. Kristin O. Sigurðardóttir
Stoðþjónusta í sambýli  Seltjarnarnes  7. maí 2021  31. des. 2023 
NPA miðstöðin svf. Rúnar Björn Herrera Þorkelsson Umsýsla vegna notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar Öll sveitarfélög á Íslandi 23. ágúst 2019 Ótímabundið
NPA Setur Suðurlands ehf. Hafdís Bjarnadóttir Umsýsla vegna notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar Þjónustusvæði Bergrisans 11. ágúst 2020 Ótímabundið
NPA umsýsluaðili, félagasamtök
Þórhildur Sverrisdóttir
Umsýsla vegna notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar
Samstarfssvæði sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, Fjallabyggð, Akureyri og Eyjafjörður
18. mars 2021
17. mars 2024
Rótin félagasamtök Kristín Ingibjörg Pálsdóttir Húsnæði fyrir einstaklinga eða fjölskyldur í bráðum vanda
Reykjavík 16. des. 2021 15. des. 2024 
Ræstitækni ehf. Þórir Gunnarsson  Stuðnings- og stoðþjónusta  Reykjavík, Kópavogur, Hafnarfjörður, Garðabær, Reykjanesbær, Grindavík, Árborg, Hveragerði og Akranes  24. júní 2021  23. júní 2024 
 S16 ehf. Hrefna Ingibjörg Jónsdóttir
Stuðningsþjónusta og stoðþjónusta
Garðabær, Reykjavík og Seltjarnarnes
15. des. 2020
14. des. 2023
Sinnum ehf. Ragnheiður Björnsdóttir Stuðningsþjónusta og stoðþjónusta Reykjavík, Kópavogur, Hafnarfjörður, Reykjanesbær, Suðurnesjabær, Garðabær, Mosfellsbær, Seltjarnarnes og Kjósarhreppur
28. jan. 2020 Ótímabundið
Skaftholt ses.  Gunnþór K. Guðfinnsson  Stoðþjónusta í sambýli  Skeiða- og Gnúpverjahreppi  1. júli 2021  31. des. 2022 
Skaftholt ses.  Gunnþór K. Guðfinnsson  Atvinnu- og hæfingartengd þjónusta  Árborg  1. júli 2021   31. des. 2022 
Skálatún ses.  Þórey I. Guðmundsdóttir  Stoðþjónusta í sérstöku húsnæðisúrræði  Mosfellsbær   8. jan. 2021  31. des. 2021
Skálatún ses. Þórey I. Guðmundsdóttir  Stoðþjónusta í sambýli Mosfellsbær  8. jan. 2021  31. des. 2021 
Skálatún ses. Þórey I. Guðmundsdóttir   Atvinnu- og hæfingartengd þjónusta  Mosfellsbær   8. jan. 2021  31. des. 2021  
Sólheimar ses.
Kristín B. Albertsdóttir
Stoðþjónusta í sérstöku húsnæðisúrræði
Grímsnes- og Grafningshreppur
18. mars 2021
17. mars 2024
Sólheimar ses.
Kristín B. Albertsdóttir
Stoðþjónusta í sambýli
Grímsnes- og Grafningshreppur
18. mars 2021
17. mars 2024
Sólheimar ses.
Kristín B. Albertsdóttir
Atvinnu- og hæfingartengd þjónusta
Grímsnes- og Grafningshreppur
18. mars 2021
17. mars 2024
Tryggð ehf. Íris Lind Ævarsdóttir Stuðnings- og stoðþjónusta Reykjavík, Kópavogur og Hafnarfjörður 18. nóv. 2021  17. nóv. 2024
Urðarbrunnur ehf.  Elísabet Ósk Vigfúsdóttir  Stuðnings- og stoðþjónusta  Hafnarfjörður   7. okt. 2021  6. okt. 2024 
Urðarbrunnur ehf.  Elísabet Ósk Vigfúsdóttir  Þjónusta þar sem boðið er upp á húsnæði fyrir einstaklinga eða fjölskyldur í bráðum vanda  Hafnarfjörður   7. okt. 2021  6. okt. 2024 
Vinakot ehf.  Aðalheiður Þóra Bragadóttir  Stoðþjónusta í sérstöku húsnæðisúrræði  Hafnarfjörður  1. júli 2021  31. des. 2021 
Vinakot ehf. Aðalheiður Þóra Bragadóttir Stoðþjónusta í skammtímadvöl Hafnarfjörður 9. júlí 2020 Ótímabundið
Vinakot ehf. Aðalheiður Þóra Bragadóttir Stoðþjónusta í sérstöku húsnæði fyrir fötluð börn með miklar þroska- og geðraskanir Hafnarfjörður
9. júlí 2020 Ótímabundið
Vopnabúrið ehf.  Björn Már Sveinbjörnsson Brink  Stuðnings- og stoðþjónusta  Hafnarfjörður  7. okt. 2021   6. okt. 2024  
Vopnabúrið ehf.  Björn Már Sveinbjörnsson Brink  Frístundaþjónusta  Hafnarfjörður  7. okt. 2021   6. okt. 2024  
Vopnabúrið ehf.  Björn Már Sveinbjörnsson Brink  Önnur þjónusta sem hefur þann megintilgang að veita föltuðu fólki aðstoð eða þjónustu  Hafnarfjörður  7. okt. 2021   6. okt. 2024  
Ylfa ehf. Sóley Guðmundsdóttir  Stuðnings- og stoðþjónusta  Öll sveitarfélög á Íslandi  1. júní 2021  31. maí 2024 

 

Sjá einnig:

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira