Hoppa yfir valmynd

Starfsleyfi

Félög, félagasamtök, sjálfseignarstofnanir og aðrir þjónustu- og rekstraraðilar sem veita eða hyggjast veita þjónustu samkvæmt lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir eða samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, þurfa að afla starfsleyfis félagsmálaráðuneytisins. Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar sér um útgáfu starfsleyfanna.

Fjallað er um skilyrði starfsleyfa í reglugerð nr. 1033/2018 um starfsleyfi til félagasamtaka, sjálfseignarstofnana og annarra þjónustu og rekstraraðila sem veita þjónustu við fatlað fólk og reglugerð nr. 1034/2018 um starfsleyfi til félaga, félagasamtaka, sjálfseignarstofnana og annarra einkaaðila sem veita félagsþjónustu.

Rekstaraðilar þurfa að sækja um starfsleyfi fyrir 27. maí 2019.

Þeir rekstraraðilar sem voru í rekstri við gildistöku nýrra laga um þjónustu við fatlað fólk og breytinga á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga þann 1. október 2018 ber að sækja  um starfsleyfi innan 6 mánaða frá gildistöku reglugerðanna, eða fyrir lok maí 2019. 

Umsóknareyðublöð eru aðgengileg á eyðublaðavef Stjórnarráðsins.

Frekari upplýsingar eru veittar hjá Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar.

Sjá einnig:

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira