Hoppa yfir valmynd

Starfsleyfi

Starfsleyfiskylda einkaaðila

Einkaaðilar sem veita eða hyggjast veita þjónustu samkvæmt lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir eða samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, þurfa að afla starfsleyfis félagsmálaráðuneytisins. Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar sér um útgáfu starfsleyfanna. Opinberum aðilum er óheimilt að semja við einkaaðila um að veita þjónustu sem er starfsleyfisskyld, hafi viðkomandi ekki aflað starfsleyfis ráðuneytisins, eða umsókn hans er til meðferðar.

Skilyrði starfsleyfis

Þjónusta við fatlað fólk

Öll þjónusta einkaaðila sem veitt er samkvæmt lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018 er starfsleyfisskyld. Þá nær starfsleyfisskylda einkaaðila einnig til þeirra sem sinna þjónustu sem ekki er lögbundin ef hún hefur þann megintilgang að veita fötluðu fólki sértæka aðstoð eða þjónustu. Fjallað er um skilyrði starfsleyfa fyrir þjónustu við fatlað fólk í reglugerð nr. 856/2020 um starfsleyfi til einkaaðila sem veita þjónustu við fatlað fólk.

Þjónusta samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga

Einkaaðili sem veitir félagsþjónustu er starfsleyfisskyldur samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:

 • Þjónustan er lögbundin þjónusta sveitarfélaga samkvæmt lögum nr. 40/1991.
 • Þjónusta er veitt fyrir hönd ákveðins sveitarfélags, þ.e. samningssamband er á milli einkaaðilans og sveitarfélagsins þar sem gerð er krafa um að einkaaðilinn veiti íbúum sveitarfélags ákveðna þjónustu.

Fjallað er um skilyrði starfsleyfa í reglugerð nr. 1320/2020 um starfsleyfi til einkaaðila sem veita félagsþjónustu.

Umsókn um starfsleyfi

Sótt er um starfsleyfi á eyðublaðavef Stjórnarráðsins þar sem finna má eyðublað til úfyllingar undir ,,Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar”. Frekari upplýsingar er að finna undir flipanum Spurt og svarað en einnig eru upplýsingar veittar hjá Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar.

Spurt og svarað um starfsleyfi

Hægt er að skoða umsókn sem hefur verið send. Þá er farið inn á umsóknarvefinn og notað sama auðkenni (notendanafn og lykilorða eða rafræn skilríki) og notað var þegar umsóknin var send. Þar er valinn flipinn Mín mál, sbr. myndina.

Mínar síður - skjáskot

Þegar sótt er um starfsleyfi fyrir umsýslu vegna framkvæmdar NPA samnings þarf að skila:

Gögn sem þurfa að fylgja umsókn eru:

 • Ef starfrækja á félag um starfsemina þá þurfa samþykktir félagsins að fylgja.
 • Ef fjármagna á reksturinn með opinberu fé á grundvelli samnings/samninga er æskilegt að viðræður hafi farið fram við sveitarfélag/sveitarfélög. Skila þarf inn yfirlýsingu frá sveitarfélagi/sveitarfélögum um að þörf sé á þjónustuúrræðinu og viljayfirlýsingu um að samið verði við félagið um þjónustu við íbúa þess þegar/ef starfsleyfi fæst.
 • Upplýsingar um fyrirhugað húsnæði eða hvort félagið hafi augastað á húsnæði sem uppfylli kröfur fyrirhugaðrar starfsemi.
 • Áætlun um (hámarks)fjölda barna/ungmenna sem nýtir sér þjónustuna hverju sinni.
 • Áætlun um starfsmannahald, þ.e. fjölda stöðugilda og starfsfólks, ásamt hæfniskröfum.
 • Drög að áhættumati fyrir starfsemina, sjá vinnueftirlit.is.
 • Sakavottorð forsvarsmanns t.d. stjórnarformanns ef um félag er að ræða eða framkvæmdastjóra. Sjá á vefsvæði Sýslumanns.

Á síðari stigum umsóknarferilsins kann að vera að óskað verði frekari gagna.

Gögn sem þurfa að fylgja umsókn eru:

 • Ef starfrækja á félag um starfsemina þá þurfa samþykktir félagsins að fylgja.
 • Ef fjármagna á reksturinn með opinberu fé á grundvelli samnings/samninga er æskilegt að viðræður hafi farið fram við sveitarfélag/sveitarfélög. Skila þarf inn yfirlýsingu frá sveitarfélagi/sveitarfélögum um að þörf sé á þjónustuúrræðinu og viljayfirlýsingu um að samið verði við félagið um þjónustu við íbúa þess þegar/ef starfsleyfi fæst.
 • Upplýsingar um fyrirhugað húsnæði eða hvort félagið hafi augastað á húsnæði sem uppfylli kröfur fyrirhugaðrar starfsemi.
 • Áætlun um (hámarks)fjölda einstaklinga sem nýtir sér þjónustuna hverju sinni.
 • Áætlun um starfsmannahald, þ.e. fjölda stöðugilda og starfsfólks, ásamt hæfniskröfum.
 • Drög að áhættumati fyrir starfsemina, sjá vinnueftirlit.is.
 • Sakavottorð forsvarsmanns t.d. stjórnarformanns ef um félag er að ræða eða framkvæmdastjóra. Sjá á vefsvæði Sýslumanns.

Á síðari stigum umsóknarferilsins kann að vera að óskað verði frekari gagna.

Einstaklingar sem hyggjast sinna stuðningsþjónustu skv. lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 og/eða stoðþjónustu skv. lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, nr. 38/2018 á grundvelli verktakasamnings, þurfa að skila eftirfarandi gögnum og upplýsingum:

 • Sakavottorð umsækjanda. Sjá upplýsingar hjá sýslumönnum.
 • Drög að verktakasamningi. Þar sem tiltölulega stutt er síðan lögunum var breytt á þann veg að þjónusta einkaaðila sem sinna þjónustu skv. þeim var gerð starfsleyfisskyld getur verið að skila þurfi verktakasamningi ef einstaklingur sinnir nú þegar slíkri þjónustu.
 • Dæmi um áhættumat vegna þeirra sem koma til með að njóta þjónustu umsækjanda. Á vefsvæði Vinnueftirlitsins eru leiðbeinandi viðmið um áhættumat vegna NPA þjónustu sem einnig má nota í  heimaþjónustu. Frekari upplýsingar má finna á vefsvæði Vinnueftirlitsins.
 • Umsækjanda er ekki skylt að vinna sjálfur áhættumat ef samningsaðili hans hefur nú þegar gert áhættumat fyrir þá einstaklinga sem umsækjandi mun sinna þjónustu við. Í þeim tilvikum skal upplýsa um það og hvort nú þegar sé unnið samkvæmt því.
 • Ferilskrá umsækjanda.
 • Upplýsingar um í hvaða sveitarfélagi/sveitarfélögum sótt er um leyfi til að sinna þjónustunni.

Vera kann að óskað verði eftir frekari gögnum við vinnslu umsóknarinnar.

Þegar um er að ræða starfsleyfi fyrir umsýslu vegna framkvæmdar NPA samnings, þá er starfsstöðin heimili einstaklingsins sem fær þjónustuna.

Þegar það liggur fyrir samkomulag um úthlutun vinnustunda vegna samnings um notandastýrða persónulega aðstoð er hægt að sækja um starfsleyfi til að hafa umsýslu með framkvæmd samningsins. Samkomulagið skal þá vera undirritað af fulltrúa sveitarfélags og notanda eða fulltrúa notanda ef notandi er ólögráða eða er ekki fær um skrifa undir sjálfur.

Það er bara nauðsynlegt að fylla út upplýsingar um forsvarsmann þegar það er rekstraraðili sem er með sérstaka kennitölu fyrir reksturinn sem sækir um starfsleyfi, það er t.d. einkahlutafélag eða sjálfseignarstofnun. Ef einstaklingur sækir um starfsleyfi, t.d. vegna umsýslu með NPA samningi þarf ekki að fylla út upplýsingar um forsvarsmann. Forsvarsmaður og umsækjandi eru þá sami aðilinn.

Í ársbyrjun 2021 voru 33 einstaklingar með gilt starfsleyfi til að annast umsýslu með einum samningi um notendastýra persónulega aðstoð.

Yfirlitið hér að neðan nær til þeirra starfsleyfa sem Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar hefur gefið út og reksturinn miðar að því að þjónusta fleiri en einn einstakling. 

Heiti leyfishafa Forsvarsmaður Inntak þjónustu Sveitarfélag/svæði þar sem starfsleyfið gildir Útgáfudagsetning Gildir til
Ás styrktarfélag ses. Þóra Þórarinsdóttir Stoðþjónusta í sérstöku húsnæðisúrræði Reykjavíkurborg, Hafnarfjörður og Garðabær 3. sept. 2020 2. sept. 2023
Ás styrktarfélag ses.  Þóra Þórarinsdóttir  Stoðþjónusta í herbergjasambýli  Reykjavík og Kópavogur  3. sept. 2020  2. sept. 2023 
Ás styrktarfélag ses. Þóra Þórarinsdóttir Atvinnu- og hæfingartengd þjónusta Reykjavíkurborg og Kópavogsbær 3. sept. 2020 2. sept. 2023
Ás styrktarfélag ses. Þóra Þórarinsdóttir Stoðþjónusta í skammtímadvöl Reykjavíkurborg 3. sept. 2020 2. sept. 2023
Bergljót Snorradóttir
  Orlofsdvöl fyrir fatlað fólk
Eyjafjarðarsveit
7. des. 2020
6. des. 2023
Dagar ehf. Pálmar Óli Magnússon Stuðningsþjónusta Garðabær, Hafnarfjörður og Kópavogsbær 5. nóv. 2019 Ótímabundið
Finnbogi Jóhannsson   Stoðþjónusta í sérstöku húsnæði fyrir fötluð börn með miklar þroska- og geðraskanir Skeiða- og Gnúpverjahreppur 16. júní. 2020  15. júní. 2022
Handverkstæðið Ásgarður Heimir Þór Tryggvason Atvinnu- og hæfingartengd þjónusta Mosfellsbær 3. sept. 2020 2. sept. 2023
Heilabrot, félagasamtök Margit Robertet Stoðþjónusta í sérstöku húsnæðisúrræði Garðabær 23. jan. 2020 Ótímabundið
Heilindi, búseta og skóli ehf.  Helga Kristín Gilsdóttir  Stoðþjónusta í sérstöku húsnæðisúrræði  Hafnarfjörður  7. apríl 2021  6. apríl 2024 
Heilindi, búseta og skóli ehf.  Helga Kristín Gilsdóttir  Stoðþjónusta í skammtímadvöl  Hafnarfjörður  7. apríl 2021  6. apríl 2024 
Heilindi, búseta og skóli ehf.  Helga Kristín Gilsdóttir  Stoðþjónusta í sérstöku húsnæði fyrir börn með miklar þroska- og geðraskanir  Hafnarfjörður  7. apríl 2021  6. apríl 2024 
Innan handar ehf. Hallfríður Reynsdóttir Umsýsla vegna notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar Reykjavíkurborg 13. maí. 2020 Ótímabundið
Klettabær ehf.  Guðjón Þorkelsson Gíslason  Stoðþjónusta í skammtímadvöl  Kópavogur, Hafnarfjörður og Garðabær  20. jan. 2021  19. júlí 2021 
Klettabær ehf.  Guðjón Þorkelsson Gíslason  Stoðþjónusta í sérstöku húsnæði fyrir fötluð börn með miklar þroska- og geðraskanir  Reykjavík, Kópavogur, Hafnarfjörður og Garðabær 20. jan. 2021  19. júlí 2021 
Magnús Einþór Áskelsson   Orlofsdvöl fyrir fatlað fólk Fljótsdalshérað 17. sept. 2020 16. sept. 2023
NPA miðstöðin svf. Rúnar Björn Herrera Þorkelsson Umsýsla vegna notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar Öll sveitarfélög á Íslandi 23. ágúst 2019 Ótímabundið
NPA Setur Suðurlands ehf. Hafdís Bjarnadóttir Umsýsla vegna notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar Þjónustusvæði Bergrisans 11. ágúst 2020 Ótímabundið
NPA umsýsluaðili, félagasamtök
Þórhildur Sverrisdóttir
Umsýsla vegna notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar
Samstarfssvæði sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, Fjallabyggð, Akureyri og Eyjafjörður
18. mars 2021
17. mars 2024
 S16 ehf. Hrefna Ingibjörg Jónsdóttir
Stuðningsþjónusta og stoðþjónusta
Garðabær, Reykjavíkurborg og Seltjarnarnesbær
15. des. 2020
14. des. 2023
Sinnum ehf. Ragnheiður Björnsdóttir Stuðningsþjónusta og stoðþjónusta Reykjavíkurborg, Kópavogsbær, Hafnarfjörður, Reykjanesbær, Garðabær, Mosfellsbær, Seltjarnarnesbær og Kjósarhreppur 28. jan. 2020 Ótímabundið
Skálatún ses.  Þórey I. Guðmundsdóttir  Stoðþjónusta í sérstöku húsnæðisúrræði  Mosfellsbær   8. jan. 2021  31. des. 2021
Skálatún ses. Þórey I. Guðmundsdóttir  Stoðþjónusta í herbergjasambýli Mosfellsbær  8. jan. 2021  31. des. 2021 
Skálatún ses. Þórey I. Guðmundsdóttir   Atvinnu- og hæfingartengd þjónusta  Mosfellsbær   8. jan. 2021  31. des. 2021  
Sólheimar ses.
Kristín B. Albertsdóttir
Stoðþjónusta í sérstöku húsnæðisúrræði
Sólheimar í Grímsnesi
18. mars 2021
17. mars 2024
Sólheimar ses.
Kristín B. Albertsdóttir
Stoðþjónusta í herbergjasambýli
Sólheimar í Grímsnesi
18. mars 2021
17. mars 2024
Sólheimar ses.
Kristín B. Albertsdóttir
Atvinnu- og hæfingartengd þjónusta
Sólheimar í Grímsnesi
18. mars 2021
17. mars 2024
Vinakot ehf. Aðalheiður Þóra Bragadóttir Stoðþjónusta í skammtímadvöl Hafnarfjörður 9. júlí 2020 Ótímabundið
Vinakot ehf. Aðalheiður Þóra Bragadóttir Stoðþjónusta í sérstöku húsnæði fyrir fötluð börn með miklar þroska- og geðraskanir Hafnarfjörður
9. júlí 2020 Ótímabundið

 

Sjá einnig:

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira