Tilkynningar eða ábendingar um misbrest í þjónustu eða stjórnsýslu þjónustuveitanda á sviði félagsþjónustu

Til Gæða- og eftirlitsstofnunar félagsþjónustu og barnaverndar  er unnt að tilkynna eða benda á misbrest í þjónustu eða stjórnsýslu vegna félagsþjónustu sem veitt er af hálfu sveitarfélaga og opinberra stofnana eða á grundvelli samninga. Auk félagsþjónustu sveitarfélaga tekur þetta til þjónustu stofnana sem heyra undir félags- og jafnréttismálaráðherra og eru meðferðarheimili Barnaverndarstofu, Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins, Fjölmenningarsetur og Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu sem og þjónustu sem ríkið hefur gert samninga um að veita.

Berist stofnuninni upplýsingar í formi tilkynninga eða ábendinga frá stofnunum, fagaðilum, notendum eða almenningi um misbrest í þjónustu eða stjórnsýslu þjónustuveitanda tekur hún málið til athugunar. Skilyrði fyrir því að stofnunin taki mál til nánari skoðunar er að erindið sé skriflegt. Ef talin er ástæða til vinnur stofnunin málið áfram, til dæmis með því að afla nauðsynlegra gagna, upplýsinga og skýringa hjá viðkomandi þjónustuveitanda. Sé erindið þess eðlis að það eigi heima hjá öðru stjórnvaldi er það áframsent þangað ef um skriflegt erindi er að ræða. Sé erindið munnlegt, er viðkomandi leiðbeint um málsmeðferð.

Minnt er á að aðilar nýti farveg ábendinga eða tilkynninga innan hverrar stofnunar eða þjónustusvæðis eftir því sem við á og að aðilar geta skotið stjórnvaldsákvörðunum á grundvelli laga um félagsþjónustu sveitarfélaga og laga um málefni fatlaðs fólks til úrskurðarnefndar velferðarmála.

Sjá einnig:

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn