Úttektir

Til að byrja með hefur Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar  eftirlit með að meðferðarheimili sem rekin eru af Barnaverndarstofu standist þær kröfur sem settar eru fram í kröfulýsingu en þessu eftirliti var þegar sinnt af velferðarráðuneytinu þegar stofnunin tók til starfa. Ákvörðun um hvort önnur eftirlits- og stjórnsýsluverkefni á sviði barnaverndar flytjist til stofnunarinnar mun ráðast af niðurstöðum endurskoðunar á barnaverndarlögum. Dæmi um aðrar úttektir sem stofnunin annast eru hvort að farið sé að reglum sveitarfélags varðandi tiltekna þjónustuþætti, hvort til staðar séu skýrar verklagsreglur eða að framkvæmd þjónustuverkefna sem sveitarfélög annast samkvæmt samningi við ríkið standist kröfur.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn