Hoppa yfir valmynd
7. nóvember 1997 Utanríkisráðuneytið

AÞS: Skýrsla 1997: II Utanríkisþjónustan

Yfirlitsskýrsla um utanríkismál - 1977

II - Utanríkisþjónustan

Íslenska utanríkisþjónustan samanstendur af aðalskrifstofu ráðuneytisins, ásamt 15 sendiráðum og fastanefndum sem starfræktar eru í ýmsum löndum. Grundvallarmarkmið utanríkisstefnunnar eru að tryggja öryggis- og viðskipta- og menningarhagsmuni Íslands. Framlög til utanríkisþjónustunnar eru fjárfesting í hagsmunagæslu á þessum sviðum fyrir Ísland í samfélagi þjóðanna. Rekstur utanríkisþjónustunnar verður æ viðameira og margslungnara verkefni. Vart verður lengur hjá því komist að skapa aðstæður til að efla og endurskipuleggja utanríkisþjónustuna til að hún geti betur gegnt hlutverki sínu í breyttum heimi.
Þessi þróun er þegar hafin með stofnun viðskiptaþjónustunnar sem hefur að markmiði að aðstoða íslensk fyrirtæki og atvinnulíf í alþjóðlegri samkeppni. Fastanefnd hefur ennfremur verið sett á laggirnar við Evrópuráðið sem gegnir lykilhlutverki í þeim breytingum sem eru að eiga sér stað í Evrópu eftir lok kalda stríðsins. Loks hefur sendiráð verið opnað í Helsinki. Óhjákvæmilegt er að ganga enn lengra í þessari þróun og skoða stöðu utanríkisþjónustunnar í nýju ljósi og hvernig hún best getur gegnt hlutverki sínu. Í þessu skyni var sett á laggirnar nefnd undir forsæti ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytisins, sem í sitja fulltrúar frá forsætis- og utanríkisráðuneytum, utanríkismálanefnd og viðskiptalífinu. Vonir standa til þess að nefndin skili niðurstöðu sinni nú síðar í vetur.

Heildarútgjöld utanríkisþjónustunnar, þ.m.t. framlög til þróunarmála og aðildargjöld vegna alþjóðastofnana, hafa á undanförnum árum numið um einum af hundraði af heildarútgjöldum ráðuneyta. Hafa ber í huga að þessi framlög eru nauðsynleg og í raun arðbær fjárfesting sem treystir öryggi lands og þjóðar og stuðlar m.a. að auknum viðskiptum.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum