Hoppa yfir valmynd
16. febrúar 2005 Innviðaráðuneytið

Ný skýrsla um verðlagningu áfengis á Íslandi

Samgönguráðherra hefur látið taka saman skýrslu um verð á áfengi í framhaldi af umræðu um að hátt verð á áfengi skekki samkeppnisstöðu Íslands sem ferðamannalands.

Samkvæmt niðurstöðunum er hlutdeild áfengisgjalds í útsöluverði 11-12% en hlutdeild veitingahúsa er á bilinu 51-60% af útsöluverði bjórs og léttvíns. Hátt áfengisgjald af bjór og léttum vínum sem er um 65% af seldu áfengi skýrir ekki ein og sér háa verðlagningu þessara tegunda í vínveitingahúsum en nokkur umræða hefur verið um að hátt áfengisgjald sé meginástæða fyrir háu útsöluverði á áfengi á veitingahúsum.

Ef lækka á áfengisverð á Íslandi á veitingahúsum til samræmis við það sem er víða í samkeppnislöndum okkar er ljóst, ef litið er til niðurstaðna skýrslunnar, að ekki nægir að lækka eða jafnvel að fella niður áfengisgjaldið þar sem álagning samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar er á bilinu 130-360% á bjór og léttvín.

Skýrslan í heild sinni (PDF-0,1MB)



Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum