Hoppa yfir valmynd
1. apríl 2005 Dómsmálaráðuneytið

Skýrsla eftirlitsnefndar með framkvæmd mannanafnalaga

Eftirlitsnefnd með framkvæmd mannanafnalaga, sem skipuð var samkvæmt bráðabirgðaákvæði laga nr. 17/1996 um mannanöfn,skilaði dómsmálaráðherra hinn 31. mars skýrslu sinni um framkvæmd laganna.

Fréttatilkynning
Nr. 12/ 2005

Eftirlitsnefnd með framkvæmd mannanafnalaga, sem skipuð var samkvæmt bráðabirgðaákvæði laga nr. 17/1996 um mannanöfn,skilaði dómsmálaráðherra hinn 31. mars skýrslu sinni um framkvæmd laganna. Nefndin hafði áður skilað áfangaskýrslu um framkvæmdina en vegna þess hve bráðabirgðaákvæðið setti því verki þröngan tímaramma þótti nauðsynlegt að leggja á ný mat á lögin og framkvæmd þeirra, nú þegar allnokkur reynsla hefur fengist af þeim.

Í skýrslunni er forsaga laganna rakin og gerð grein fyrir starfi nefndarinnar. Þá er í skýrslunni ítarlegt tölfræðiyfirlit yfir framkvæmd laganna og ábendingar um breytingar.

Dómsmálaráðuneytið mun á næstunni fara yfir ábendingar nefndarinnar í samvinnu við mannanafnanefnd og Hagstofu Íslands, Þjóðskrá.

Nefndina skipuðu Dögg Pálsdóttir hæstaréttarlögmaður sem jafnframt var formaður, Davíð Þór Björgvinsson dómari við mannréttindadómstól Evrópu og Jónas Kristjánsson fyrrv. forstöðumaður Árnastofnunar.

Skýrslan er í heild sinni aðgengileg á heimasíðu ráðuneytisins.

Í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu,
1. apríl 2005.

Eftirlitsnefnd með mannanafnalögum - lokaskýrsla (PDF)



Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum