Hoppa yfir valmynd
15. ágúst 2005 Innviðaráðuneytið

Skýrsla starfshóps um minnkun skriffinnsku

Í september 2004 skipaði Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, starfshóp og fól honum það verkefni að yfirfara gildandi lög, reglugerðir og önnur stjórnvaldsfyrirmæli allrar starfsemi sem undir samgönguráðuneytið heyrir.

Markmiðið var að greina hvort og þá hvar lagðar eru óþarfar, flóknar eða óljósar stjórnsýslulegar byrðar á fólk og fyrirtæki sem leita þurfa til ráðuneytisins eða stofnana þess í störfum sínum eða lífi yfirleitt. Þá hefur sjónum verið beint að því hvernig lögin samrýmist stjórnsýslulögum og farið yfir helstu gjaldskrár sem gilda á sviðinu. Starfið hefur gengið undir nafninu skriffinnskuverkefnið. Skýrsla þessi hefur að geyma tillögur starfshópsins til ráðherra.

 



Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum