Hoppa yfir valmynd
10. mars 2006 Dómsmálaráðuneytið

Skýrsla nefndar um málskostnað í opinberum málum og opinbera réttaraðstoð

Sumarið 2005 skipaði dómsmálaráðherra nefnd sem falið var að skoða sakarkostnað í opinberum málum og opinbera réttaraðstoð. Nefndin hefur lokið störfum og skila skýrslu.
Skýrsla nefndar um málskostnað - kápa
Skýrsla nefndar um málskostnað - kápa

Með bréfi dags. 28. júní 2005 skipaði dómsmálaráðherra nefnd sem falið var að skoða sakarkostnað í opinberum málum og opinbera réttaraðstoð. Hlutverk nefndarinnar var að:

  • fara yfir lagagrundvöll og starfshætti á grundvelli laga,
  • fara yfir og kortleggja kostnaðinn, hvers eðlis hann er, stærstu kostnaðarliðirnir o.s.frv.,
  • skoða reglur sem gilda um bókun gjalda á þessa tvo liði,
  • leggja til breytingar ef tilefni er talið til og
  • leggja til varanlega meðferð í fjárlagavinnslu.

Í nefndina var skipuð Sandra Baldvinsdóttir, lögfræðingur í dómsmálaráðuneytinu, sem jafnframt var formaður, Hólmsteinn Gauti Sigurðsson lögfræðingur, Jónas Ingi Pétursson rekstrarhagfræðingur, báðir í dómsmálaráðuneytinu, Nökkvi Bragason hagfræðingur og Ragnheiður Snorradóttir lögfræðingur, bæði í fjármálaráðuneytinu.

Undanfarin fimm ár jókst málskostnaður í opinberum málum á föstu verðlagi um 50%, eða sem nemur um 150 m.kr. árlegum útgjöldum, og kostnaður við opinbera réttaraðstoð um 105%, eða sem nemur um 110 m.kr. árlegum útgjöldum. Þessi mikla aukning hefur verið til umfjöllunar milli ráðuneyta dómsmála og fjármála og í fjárlaganefnd síðustu árin enda er ljóst að svo mikill útgjaldavöxtur í hvaða málaflokki sem er hlýtur á endanum að valda erfiðleikum og þrengja að útgjaldasvigrúmi viðkomandi ráðuneytis. Nefndin leit á það sem helsta hlutverk sitt og hafði að markmiði að leita leiða til að stemma stigu við þessari útgjaldaaukningu. Nefndin telur að aðhald sem beitt hefur verið á undanförnum árum til að hægja á vexti þessara útgjalda hafi borið nokkurn árangur en að til að unnt verði að draga verulega úr útgjöldunum geti þurft að grípa til áhrifaríkari ráðstafana eða jafnvel gera grundvallarbreytingar á því fyrirkomulagi sem verið hefur á þessum kostnaðarliðum.

Skýrsla nefndar um málskostnað í opinberum málum og opinbera réttaraðstoð (PDF-skjal)



Skýrsla nefndar um málskostnað - kápa
Skýrsla nefndar um málskostnað - kápa
Skýrsla nefndar um málskostnað - kápa
Skýrsla nefndar um málskostnað - kápa

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum