Hoppa yfir valmynd
1. júlí 2006 Matvælaráðuneytið

Vaxtarsamningur Norðurlands vestra

Norðurland vestra á sér mikla möguleika til vaxtar og þróunar og aukinnar samkeppnishæfni með þeim aukna fjölbreytileika og bættum lífskjörum sem því fylgir. Þetta byggist á þeim styrkleikum og tækifærum sem fyrir hendi eru á svæðinu, sem og þeim áherslum og tillögum sem hér eru kynntar. Það er jafnframt mat og framtíðarsýn verkefnisstjórnar að fyrir árið 2020 verði íbúatala svæðisins um 9.300 í fjölskylduvænu samfélagi sem verður eftirsótt vegna atvinnutækifæra, góðrar þjónustu, möguleika til menntunar og nýtingar frítíma, sem byggist á fjölbreyttu, framþróuðu, sérhæfðu og samkeppnishæfu atvinnulífi. Í framreikningi Hagstofunnar er gert ráð fyrir að fólki fækki á næstu árum en framtíðarsýn verkefnisstjórnar er að íbúum Norðurlands vestra í heild fjölgi árlega að meðaltali um a.m.k. 0,3%.

Hér má nálgast skýrslu verkefnisstjórnar: Vaxtarsamningur Norðurlands vestra (PDF snið)



Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum