Hoppa yfir valmynd
11. október 2006 Matvælaráðuneytið

Framtíðarsýn um verndun og nýtingu auðlinda í jörðu og vatnsafls.

Nefnd sem iðnaðarráðherra skipaði í apríl 2006 til að gera annars vegar tillögu um það með hvaða hætti valið verði milli umsókna um rannsóknar- og nýtingarleyfi á grundvelli laga nr. 57/1998, um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu og hins vegar til að marka framtíðarstefnu um nýtingu þeirra auðlinda sem lögin ná til, hefur skilað iðnaðarráðherra ítarlegri skýrslu með tillögum sínum og drögum að lagafrumvarpi.

Nefndin, sem var skipuð fulltrúum allra þingflokka, þremur fulltrúum frá Samorku og tveimur fulltrúum tilnefndum af iðnaðarráðherra, leggur til fjölmargar breytingar á lögum og reglum um hvernig staðið skuli að vali milli umsókna um leyfi til rannsókna og nýtingar auðlinda í jörðu. Ennfremur verði mörkuð framtíðarstefna um nýtingu þeirra auðlinda sem lögin ná til, m.a. jarðhita, jarðefna, grunnvatns og vatnsafls til raforkuframleiðslu.

Nefndin telur að ef samkomulag næst um tillögur hennar, varðandi meginlínur stefnumótunar til lengri tíma, geti skapast farvegur þjóðarsáttar um viðkvæmt deilumál undanfarinna áratuga; nýtingu vatnsafls og jarðvarma.

Helstu niðurstöður og tillögur nefndarinnar er að finna í meðfylgjandi fréttatilkynningu. (PDFskjal 45Kbytes) 

Skýrsla nefndarinnar (PDFskjal 887Kbytes)

 


Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum