Hoppa yfir valmynd
7. ágúst 2009 Matvælaráðuneytið

Skýrsla um áhrif stóriðjuframkvæmda á íslenskt efnahagslíf

Á s.l. ári fól iðnaðarráðuneytið Hagfræðistofnun Háskóla Íslands að skrifa skýrslu um hagrænt mat á áhrifum stóriðjuframkvæmda á íslenskt efnahagslíf. Með þessu verkefni er brugðist við ítrekuðum ábendingum og athugasemdum varðandi áhrif stóriðjuframkvæmda í skýrslum OECD um íslensk efnahagsmál á undanförnum árum. Í skýrslunni er fjallað um tímasetningar stóriðjuframkvæmda og bent á leiðir til hagstjórnar þegar ákvarðanir eru teknar um slíkar framkvæmdir. Skoðaður er þáttur áls í útflutningi, ávinningur og hugsanleg áhætta af starfseminni og metin sveifluáhrif í hagkerfinu. Þá er gerð kostnaðar- og ábatagreining af aukinni álframleiðslu fyrir hagkerfið í heild. Fjallað er um arðsemi orkuverkefna og áhættu íslenskra orkufyrirtækja af auknum virkjunarframkvæmdum og hugsanlegt erlent eignahald í orkufyrirtækjum og virkjunum. Þá er í skýrslunni kafli sem fjallar um lagaumhverfi og stjórn auðlindanýtingar. 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum