Hoppa yfir valmynd
22. nóvember 2011 Matvælaráðuneytið

Svona náum við markmiðunum!
Verkefnisstjórn Grænu orkunnar afhendir iðnaðarráðherra skýrslu um orkuskipti í samgöngum

Verkefnisstjórnin ásamt verkefnisstjóra og meðhjálpara:
Verkefnisstjórnin ásamt verkefnisstjóra og meðhjálpara:

Verkefnisstjórn Grænu orkunnar afhenti í dag skýrslu um það hvernig best verði staðið að orkuskiptum í samgöngum. Stjórnvöld hafa sett sér það markmið að árið 2020 komi 10% þeirrar orku sem notuð er í samgöngutækjum frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Þetta er metnaðarfullt markmið í ljósi þess að hlutfall vistvænna ökutækja í dag er aðeins 0,35%.

Í skýrslu Grænu orkunnar er m.a. sett fram tímasett aðgerðaáætlun með skilgreindum ábyrgðaraðilum og árangursmælikvörðum.  Aðgerðirnar spanna allan feril orkuskipta; frá framleiðslu, í gegnum dreifingu um innviði og til endanotanda. Í skýrslunni er greining á núverandi laga- og skattaumhverfi og settar fram  tillögur í skattamálum sem eiga að hvetja til orkuskipta.

Í skýrslunni er fjallað um mikivægi aukinnar samvinnu þeirra sem koma að þróunarverkefnum á þessu sviði og áhersla lögð á að hið opinbera sýni gott fordæmi, t.d. með því að setja fram stefnu um innkaup sem styður við orkuskipti. Jafnframt er skýrslan upplýsingabrunnur um endurnýjanlega orkugjafa, skuldbindingar  Íslands á alþjóðavettvangi og stefnumörkun stjórnvalda á undangengnum árum.

Að mati Grænu orkunnar eru ýmis ljón á veginum sem mögulega geta hægt á orkuskiptum og má í því samhengi nefna hátt verð á  vistvænum ökutækjum, hæga endurnýjun bílaflotans, skorti á innviðum og óvissu um hvaða orkugjafi/ar verði ofan á. Lögð er áhersla á að stjórnvöld styðji vel við þróunina á fyrstu stigum orkuskipta.  Liður í því er að tryggja að tímabil ívilnana verði til ákveðins langs tíma svo dregið verði úr óvissu þeirra sem taka þátt í uppbyggingu orkuskipta. Því er lögð fram tillaga um að ívilnanir á sviði orkuskipta komi ekki til endurskoðunar fyrr en í fyrsta lagi árið 2020. Komi þessi aðgerðaáætlun til framkvæmda er stigið stórt skref með stefnumótun á sviði orkuskipta hér á landi.

Í verkefnisstjórninni eru Sveinn Viðar Hauksson, formaður, f.h. iðnaðarráðuneytis og Bílgreinasambandsins, Bryndís Skúladóttir f.h. Samtaka iðnaðarins, Danfríður Skarphéðinsdóttir f.h. umhverfisráðuneytis, Íris Baldursdóttir f.h. Samorku, Magnús Ásgeirsson f.h. Samtaka verslunar og þjónustu, Ólafur Bjarnason f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, Runólfur Ólafsson f.h. FÍB, Þorsteinn Rúnar Hermannsson f.h. innanríkisráðuneytis, Ögmundur Hrafn Magnússon f.h. fjármálaráðuneytis

Verkefnisstjóri er Ágústa S. Loftsdóttir Orkustofnun

Með verkefnisstjórn starfa Erla Sigríður Gestsdóttir f.h. iðnaðarráðuneuytis og Kolbeinn Marteinsson f.h. iðnaðarráðherra.

Tengill á skýrsluna

Sverrir Haukur Viðarsson, formaður verkefnisstjórnar Grænu orkunnar afhendir Kristjáni Skarphéðinssyni, ráðuneytisstjóra skýrsluna grænu.




Sverrir Haukur Viðarsson, formaður verkefnisstjórnar Grænu orkunnar  afhendir Kristjáni Skarphéðinssyni, ráðuneytisstjóra skýrsluna grænu.



Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum