Hoppa yfir valmynd
7. desember 2011 Forsætisráðuneytið

Könnun á starfsemi Upptökuheimilis ríkisins, Unglingaheimilis ríkisins og meðferðarheimilisins í Smáratúni og á Torfastöðum

Nefnd sem forsætisráðherra skipaði á grundvelli laga nr. 26/2007 (vistheimilanefnd) hefur skilað af sér áfangaskýrslu nr. 3, þar sem fjallað er um starfsemi Upptökuheimilis ríkisins á árunum 1945-1971, Unglingaheimilis ríkisins 1971-1994 og meðferðarheilanna í Smáratúni og á Torfastöðum 1979-1994.  Þar er í samræmi við erindisbréf lýst starfsemi viðkomandi stofnana, tildrögum þess að börn voru þar vistuð, opinberu eftirliti með starfseminni og leitast við að varpa ljósi á hvort börn hafi þar sætt illri meðferð eða ofbeldi.

Skýrsla vistheimilanefndar - Könnun á starfsemi Upptökuheimilis ríkisins 1945-1971, Unglingaheimilis ríkisins 1971-1994 og meðferðarheimilisins í Smáratúni og á Torfastöðum 1979-1994



Skýrslur nefndarinnar:

  • Skýrsla um Breiðavíkurheimilið
  • Áfangaskýrsla nr. 1
    Könnun á starfsemi Heyrnleysingjaskólans, vistheimilisins Kumbaravogs og skólaheimilisins Bjargs
  • Áfangaskýrsla nr. 2
    Könnun á starfsemi vistheimilisins Silungapolls 1950-1969, vistheimilisins Reykjahlíðar 1956-1972 og heimavistarskólans að Jaðri 1946-1973
  • Áfangaskýrsla nr. 3
    Könnun á starfsemi Upptökuheimilis ríkisins 1945-1971, Unglingaheimilis ríkisins 1971-1994 og meðferðarheimilisins í Smáratúni og á Torfastöðum 1979-1994

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum