Hoppa yfir valmynd
9. mars 2012 Matvælaráðuneytið

Greining innviða á Norðausturlandi

Greining innviða á Norðausturlandi er unnin á grundvelli ákvæða í viljayfirlýsingu ríkisstjórnar Íslands, Norðurþings, Skútustaðahrepps, Þingeyjarsveitar og Tjörneshrepps dags. 25. maí 2011. Í viljayfirlýsingunni segir að verkefnisstjórnin sem skipuð er muni „…bera ábyrgð á greiningu innviða og mati á kostnaði við þá uppbyggingu.“

Jafnframt segir í viljayfirlýsingunni að verkefnisstjórnin muni „… m.a. vinna að eftirfarandi verkefnum til að undirbúa svæðið m.t.t. þeirra atvinnuuppbyggingar sem gera má ráð fyrir:

1) Greina þörf fyrir uppbyggingu og styrkingu innviða.

2) Meta þörf fyrir eflingu og styrkingu opinberrar þjónustu.

3) Huga að innri vexti atvinnulífsins á svæðinu og fjölbreytni þess.“

Til að ná fram ofangreindum markmiðum sem skilgreind eru í viljayfirlýsingunni er greinargerðinni skipt upp í tíu efniskafla með mismörgum undirköflum; skipulagsmál og landnotkun, orkumál, aðstæður til mannvirkjagerðar, umhverfisþættir, samgöngur og flutningar, vinnumarkaður, þjónusta, samkeppnistaða og að lokum skattar og ívilnanir. Hver kafli er þannig upp byggður að fyrst er ástandslýsing sem gerir grein fyrir núverandi stöðu viðkomandi þáttar. Eftir atvikum er því næst umfjöllun og ábendingar um að hverju þarf að huga við uppbygging viðkomandi þáttar til að takast á við þau verkefni sem fylgja munu stórfelldri atvinnuuppbyggingu sem byggi á nýtingu orkuauðlinda héraðsins. Í lok hvers kafla er svo listi yfir ítarefni sem snýr að efnisumfjöllun hans.

Skýrslan

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum