Hoppa yfir valmynd
10. júlí 2014 Matvælaráðuneytið

Skýrsla nefndar um leyfisveitingar og eftirlit í fiskeldi

Skýrsla nefndar um leyfisveitinar og eftirlit í fiskeldi hefur verið skilað til sjávarútvegsráðherra, Sigurðar Inga Jóhannssonar. Í nefndinni sátu Valdimar Ingi Gunnarsson sjávarútvegsfræðingur, Guðbergur Rúnarsson frá Landssambandi fiskeldisstöðva og Sigríður Auður Arnardóttir frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Ásta Einarsdóttir frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu var starfsmaður nefndarinnar.
Helstu niðurstöður fjalla m.a. um það hvernig bæta megi skipulag og rannsóknir tengdar fiskeldi á Íslandi og tillögur varðandi leyfisveitingar og mat á umhverfisáhrifum. Þá eru gerðar tillögur  um merkingar á eldisfiski, eftirliti með slysasleppingum og hvernig efla megi eftirlit með fiskeldisstöðvum.
Áfram verður unnið með tillögur nefndarinnar í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytingu og umhverfis- og auðlindaráðuneytinu eftir því sem við á en Alþingi samþykkti í vor  breytingar á lögum um fiskeldi.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum