Hoppa yfir valmynd
3. nóvember 2014 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Innritun í framhaldsskóla á vorönn 2015

Innritun í dagskóla fyrir vorönn 2015 fer fram á menntagatt.is dagana 1. nóvember til 30. nóvember 2014. Einstakir skólar kunna að bjóða upp á lengra innritunartímabil og eru upplýsingar um það veittar á vefsíðu viðkomandi skóla.

Innritun í dagskóla fyrir vorönn 2015 fer fram á menntagatt.is dagana 1. nóvember til 30. nóvember 2014. Einstakir skólar kunna að bjóða upp á lengra innritunartímabil og eru upplýsingar um það veittar á vefsíðu viðkomandi skóla. Rafrænt umsóknareyðublað og nauðsynlegar upplýsingar um innritunina má nálgast á menntagatt.is. Námsmatsstofnun hefur umsjón með innritun og eru nánari upplýsingar veittar í síma 550 2400.

Umsóknir um nám í dagskóla

Umsækjendur sem ekki hafa veflykil tiltækan geta sótt um Íslykil á www.island.is eða á menntagatt.is og fengið hann sendan í heimabanka sinn eða á lögheimili. Þegar umsækjendur hafa fengið Íslykilinn geta þeir opnað umsókn á Menntagáttinni. Nemum sem koma erlendis frá er bent á að setja sig í samband við þá skóla sem þeir hyggjast senda umsókn.

Umsóknir um nám í kvöldskóla og fjarnám

Innritun í kvöldskóla, fjarnám og annað nám en dagskóla fer fram í þeim framhaldsskólum sem bjóða upp á slíkt. Skólarnir auglýsa umsóknarfrest sjálfir og leggja til umsóknareyðublöð. Umsækjendum er bent á að snúa sér til viðkomandi skóla. Upplýsingar um framhaldsskólana má finna á menntagatt.is

  • Allar nánari upplýsingar um innritun á vorönn 2015 eru veittar í framhaldsskólunum. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netfangið [email protected]

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira