Hoppa yfir valmynd
21. apríl 2015 Utanríkisráðuneytið

Skýrsla um jafnrétti á norðurslóðum

Út er komin skýrsla um jafnréttismál á norðurslóðum, Gender Equality in the Arctic: Current Realities, Future Challenges en hún byggir á tveggja daga alþjóðlegri ráðstefnu sem haldin var á Akureyri í lok október sl. Tilgangur ráðstefnunnar var að stuðla að víðtækri og markvissri umræðu um jafnréttismál á norðurslóðum og leggja grunn að áframhaldandi samstarfi þeirra mörgu hagsmunaaðila sem rannsaka, kenna, miðla og stuðla að jafnrétti kynjanna á svæðinu. 

Í skýrslunni eru dregnar saman niðurstöður ráðstefnunnnar sem beina sjónum að mikilvægi fjölbreytni í starfi og framtíðarmótun norðurslóðastefnu. Þar kemur fram að gera verði ráð fyrir ólíkum áhrifum efnahags- og umhverfismála á karla og konur; leggja eigi áherslu á að vefa jafnréttisþáttinn inn í þróun á norðurslóðum, tryggja að Norðurskautsríkin hafi kynjajafnrétti að leiðarljósi og að jafnréttismál verði sett í forgang.
Á ráðstefnunni var fjallað um stöðu kynjanna og þær áskoranir sem framtíðin ber í skauti sér. Fjallað var um þátttöku í stjórnmálum og aðkomu beggja kynja að ákvarðanatöku, bæði hjá hinu opinbera og í einkageiranum, rætt um þróun efnahagsmála á svæðinu og áhrif þeirra á karla og konur, áhrif umhverfisbreytinga á norðurslóðum á kynin, nýtingu náttúruauðlinda, öryggi og mannréttindi, mannauð,  byggðaþróun og aðlögun, allt út frá kynjasjónarmiðum. 
Um 150 manns sóttu ráðstefnuna, fulltrúar stjórnvalda, fræðasamfélags, viðskiptalífs, félagasamtaka og frumbyggja frá öllum Norðurskautsríkjunum. Skipuleggjendur ráðstefnunnar voru utanríkisráðuneytið, Jafnréttisstofa, Stofnun Vilhjálms Stefánssonar og Norðurslóðanet Íslands.
Skýrslan „Gender Equality in the Arctic: Current Realities, Future Challenges 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum