Hoppa yfir valmynd
1. júní 2015 Dómsmálaráðuneytið

Helga Þórisdóttirskipuð forstjóri Persónuverndar

Ólöf Nordal innanríkisráðherra hefur skipað Helgu Þórisdóttur, staðgengil forstjóra og sviðsstjóra lögfræðisviðs Lyfjastofnunar, í embætti forstjóra Persónuverndar. Tekur Helga við embættinu 1. september næstkomandi.

Helga Þórisdóttir hefur verið skipuð forstjóri Persónuverndar frá 1. september næstkomandi.
Helga Þórisdóttir hefur verið skipuð forstjóri Persónuverndar frá 1. september næstkomandi.

Helga Þórisdóttir lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1995 og námi í stjórnun frá IESE Business School á Spáni 2015. Helga hefur setið margs konar námskeið á sviði lögfræði og stjórnsýslu og stjórnunar. Hún hefur starfað hjá embætti ríkissaksóknara, á nefndasviði Alþingis, hjá EFTA í Brussel og menntamálaráðuneytinu. Frá árinu 2008 hefur Helga starfað hjá Lyfjastofnun, sem sviðsstjóri lögfræðisviðs og staðgengill forstjóra. Árið 2012 til 2013 var hún settur forstjóri Lyfjastofnunar. Helga var meðal sex umsækjenda um embættið sem auglýst var í lok mars.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum