Hoppa yfir valmynd
3. júlí 2015 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Samið við Orkufjarskipti um hringtengingu ljósleiðara um Snæfellsnes

Í dag var undirritaður samningur milli fjarskiptasjóðs, f.h. innanríkisráðuneytisins, við Orkufjarskipti hf. um hringtengingu ljósleiðara um Snæfellsnes. Ekkert fjarskiptafélag bauð sig fram til verksins á markaðslegum forsendum og bauð sjóðurinn því út styrk í mars síðastliðnum. Þrjú tilboð bárust á bilinu 66 til 87 milljónir króna og áttu Orkufjarskipti hf. hagstæðasta tilboðið. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 86 milljónir króna.

Skrifað undir samning um hringtengingu ljósleiðara um Snæfellsnes.
Skrifað undir samning um hringtengingu ljósleiðara um Snæfellsnes.

Verkið felst í lagningu á ljósleiðarastofnstreng milli Hörðubóls og Álftafjarðar með möguleika á ljósleiðaraheimtaugum að byggingum á leið strengsins. Ljósleiðaraheimtaugar heimila og fyrirtækja eru þó ekki hluti þessa samnings. Stefnt er að því að ljúka framkvæmdinni á árinu.

Ólöf Nordal innanríkisráðherra skrifaði undir samninginn ásamt Bjarna M. Jónssyni, forstjóra Orkufjarskipta hf., og Arnbjörgu Sveinsdóttur, formanni stjórnar fjarskiptasjóðs.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum