Hoppa yfir valmynd
16. febrúar 2016 Forsætisráðuneytið, Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Ríkisstjórnin ákveður stofnun hamfarasjóðs

Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum í dag að stofnaður verði sérstakur sjóður, hamfarasjóður, sem hafi það hlutverk að sinna forvörnum og samhæfingu verkefna á sviði náttúruvár en verkefni á sviði forvarna verða aukin. Hamfarasjóður mun jafnframt hafa umsjón með greiðslu tiltekins kostnaðar opinberra aðila og bóta í ákveðnum takmörkuðum tilvikum vegna tjóns sem verður af völdum náttúruhamfara. 

,,Þetta er mikið framfaramál sem eykur getu samfélagsins til að takast á við náttúruhamfarir og afleiðingar þeirra,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. 

Ákvörðunin er í samræmi við tillögur í skýrslu starfshóps umhverfis- og auðlindaráðuneytis sem skipaður var í nóvember sl. til að skoða fýsileika þess að til yrði sérstakur hamfarasjóður. Starfshópurinn var skipaður að tillögu forsætisráðherra á grundvelli ákvörðunar ríkisstjórnar í október sl. Með stofnun sjóðsins sameinast A-deild Bjargráðasjóðs og Ofanflóðasjóður. 

Gert er ráð fyrir að hamfarasjóður verði deildaskiptur í forvarna- og bótasjóð.  Umhverfis- og auðlindaráðuneytið mun vinna að framfylgd tillagna um stofnun hamfarasjóðs á grundvelli ákvörðunar ríkisstjórnar.

Sjóðurinn verður vistaður í umhverfis- og auðlindaráðuneyti.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum