Hoppa yfir valmynd
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Skýrsla: Framtíð kyntra veitna og varmadælur

Kyntar veitur og varmadælur

Á átta stöðum á landinu þar sem ekki hefur tekist að finna heitt vatn til upphitunar eru reknar kyntar veitur. Í nýrri skýrslu starfshóps sem fór yfir framtíð kyntra veitna og möguleika til nýtingar varmadæla er lagt mat á kosti og galla veitanna. Jafnframt eru settar fram tillögur um það hvernig bæta megi rekstrargrundvöll þeirra.

Í skýrslunni kemur fram að talsverðir hagsmunir séu í því að kyntar veitur verði áfram í rekstri. Eru þar helst taldir til fjórir þættir:

  1. Betri nýting vatnsaflsvirkjana, þar sem veiturnar nýta skerðanlega orku sem annars færi forgörðum
  2. Lægra upphitunarverð til notenda
  3. Lægri niðurgreiðsluþörf ríkis en til beinnar rafhitunar
  4. Minni varaaflsþörf í raforkukerfinu

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira