Hoppa yfir valmynd
Forsætisráðuneytið

Peningaútgáfa - valkostir í peningakerfum

Í dag var gefin út skýrslan Money Issuance – alternative monetary systems sem KPMG vann fyrir forsætisráðuneytið. Að því tilefni stóðu forsætisráðuneytið og KPMG fyrir ráðstefnu um efnið í morgun. Martin Wolf frá Financial Times og Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, héldu erindi og sátu í pallborði ásamt Frosta Sigurjónssyni, þingmanni og formanni efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis og Ásgeiri Jónssyni, dósent og forseta Hagfræðideildar HÍ.

Þegar viðskiptabankar veita lán búa þeir til peninga með útgáfu innlána á innlánsreikningum viðskiptavina sinna. Þetta þenur út efnahagsreikninga bankanna sem seðlabankar hafa takmarkaða getu til að stemma stigu við. Upptaka þjóðpeningakerfis myndi færa peningaútgáfu frá viðskiptabönkum til ríkisins og seðlabankans.

Í skýrslunni ber KPMG saman grundvallaratriði þjóðpeningakerfisins og núverandi kerfis. Samanburðurinn leiðir í ljós að innleiðing þjóðpeningakerfis:

  • Umbreytir peningum, í formi innlána, frá því að vera skuldir viðskiptabanka til seðlabanka.
  • Fjarlægir heimild viðskiptabanka til þess að gefa út peninga og aðskilur greiðslumiðlun frá efnahagsreikningum þeirra.
  • Gefur ríkinu möguleika á að setja nýja peninga í umferð í gegnum fjárlög og auka þannig ráðstöfunartekjur og eigið fé heimila og fyrirtækja án þess að hækka skuldsetningu ríkisins.
  • Hefur ekki áhrif á greiðslumiðlun frá sjónarhorni heimila og fyrirtækja.

Fjölbreytileiki og umfang áhrifa af upptöku nýs peningakerfis samkvæmt rannsóknum bendir til mikilvægis frekari rannsókna á þessu sviði. Ítarlegra rannsókna er þörf varðandi ákjósanlegt skipulag peningakerfisins, umbreytingaáætlun, greiðslumiðlunarkerfið og peningastefnu undir nýju kerfi. Þá er mikilvægt að frekari rannsóknir verði gerðar á áhrifum á opinber fjármál, fjármálamarkaði, fjármálastöðugleika og raunhagkerfið.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira