Hoppa yfir valmynd
15. desember 2016 Matvælaráðuneytið

Skýrsla um fjármögnunarumhverfi frumkvöðla og sprotafyrirtækja

Fjármögnunarumhverfi sprotafyrirtækja
Fjármögnunarumhverfi sprotafyrirtækja

Á grundvelli aðgerðaráætlunar í þágu frumkvöðla og nýsköpunarfyrirtækja, Frumkvæði og framfarir, sem Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra kynnti  í desember 2015 hefur verið ráðist í ítarlega kortlagningu á fjármögnunarumhverfi nýsköpunar og sprotafyrirtækja. Markmiðið er að draga saman upplýsingar um fjármögnunarkosti frumkvöðla og sprotafyrirtækja, allt frá fyrstu stigum viðskiptahugmyndar til vaxtar, skilgreina þarfir á úrbótum í fjármögnunarumhverfinu og fjölga fjármögnunarúrræðum sem frumkvöðla- og sprotafyrirtækjum standa til boða.  

Í samantekt skýrslunnar sem unnin er af KPMG eru reifaðar hugmyndir um stofnun vettvangs með óskráð bréf í fyrirtækjum í samstarfi við OMX Nasdaq og fleiri aðila. Regluverk hópfjármögnunar (e. crowd funding) endurskoðað, og ráðist verði í sérstakt kynningarátak um kosti þess að fjárfesta í sprotafyrirtækjum. Að auki eru viðraðar hugmyndir um stofnun samtaka englafjárfesta og endurskoðun á hlutverki Nýsköpunarsjóðs atvinnulífisins.

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum