Hoppa yfir valmynd
13. janúar 2017 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Upplýsingaefni um fjárlaga- og áætlanagerð ríkissjóðs

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur gefið út upplýsingaefni um fjárlaga- og áætlanagerð ríkissjóðs, en efnið er tekið saman í tengslum við lög um opinber fjármál sem tóku gildi í ársbyrjun 2016.

Lög um opinber fjármál leystu af hólmi eldri lög um fjárreiður ríkisins og með nýrri löggjöf var lagður grunnur að styrkari hagstjórn, víðtækari áætlanagerð og ábyrgari stjórn opinberra fjármála. Lögin ná til ríkis og sveitarfélaga og mæla fyrir um skýrara verklag við stefnumörkun um opinber fjármál, en sú stefnumörkun birtist einkum í fjármálastefnu og árlegri fjármálaáætlun, sem báðar ná til fimm ára, og frumvarpi til fjárlaga, sem er til eins árs í senn.

Endurbætt verklag við stefnumörkun um opinber fjármál krefst agaðra vinnubragða og festu. Mikilvægt er að ráðuneyti og stofnanir geti tileinkað sér viðmið og áherslur fjárlaga- og áætlanaferlis ríkissjóðs á aðgengilegan hátt. Brýnt er að samræmi og skýrleiki ríki við framkvæmd laga um opinber fjármál. Í því skyni að veita yfirsýn yfir mikilvægar tímasetningar og verkferla sem lögin fela í sér ákvað fjármála- og efnahagsráðuneytið að gefa út upplýsingaefni í formi bæklings um fjárlaga- og áætlanagerð ríkissjóðs.

Í bæklingnum er fjallað á heildstæðan hátt um grunnstoðir áætlanagerðarinnar, þ.m.t. samhengi fjármálastefnu, fjármálaáætlunar og fjárlaga. Í því ljósi er greint frá margvíslegum verkefnum stjórnvalda, þ.e ríkisstjórnar, sveitarfélaga, ráðuneyta og stofnana, auk Alþingis, yfir heilt fjárlagaár. Þannig fæst yfirsýn um hlutverk og skyldur aðila, sem allar miða að því að treysta forgangsröðun útgjalda og aðgerða ríkisins, ábyrga framkvæmd fjárlaga og stuðla að aukinni hagkvæmni og skilvirkni. Áætlanagerðin felur í sér langt samráðsferli innan stjórnkerfisins. Tilgangur þessa samráðs er að tryggja gegnsæi og stuðla að festu um þróun opinberra fjármála í heild.

Fjárlaga- og áætlanagerð ríkissjóðs

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum