Hoppa yfir valmynd
1. júní 2017 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Samráðsvettvangur vegna aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum kemur saman

Frá fundi samráðsvettvangsins í dag - mynd
Samráðsvettvangur vegna aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum kom saman til síns fyrsta fundar í Ráðherrabústaðnum í dag með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra og Björt Ólafsdóttur umhverfis- og auðlindaráðherra.

Samráðsvettvangnum er ætlað að vera verkefnisstjórn og faghópum sem vinna að aðgerðaáætluninni til ráðgjafar meðan á vinnunni stendur, en hann skipa fulltrúar hagsmunahópa, sveitarfélaga og Alþingis. Í honum eiga sæti fulltrúar frá Alþýðusambandi Íslands, Bændasamtökum Íslands, Festu – miðstöð um samfélagsábyrgð, Framsóknarflokknum, Landvernd, Náttúruverndarsamtökum Íslands, Neytendasamtökunum, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Pírötum, Samáli, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Samfylkingunni, Samorku, Samtökum atvinnulífsins, Samtökum ferðaþjónustunnar, Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtökum iðnaðarins, Samtökum verslunar og þjónustu, Vinstri Grænum og Vísinda- og tækniráði.

Gert er ráð fyrir að samráðsvettvangurinn hittist mánaðarlega með verkefnisstjórn og faghópsstjórum þar til aðgerðaáætlun í loftslagsmálum liggur fyrir í lok árs og mun hann hafa heildaryfirsýn yfir vinnu og framgang verkefnisins. Þá getur samráðsvettvangurinn komið með tillögur að aðgerðum í loftslagsmálum eða útfærslum á þeim. Markmiðið er að tryggja opið ferli og aðkomu stjórnmálaflokka, sveitarfélaga og helstu hagsmunahópa að gerð aðgerðaáætlunar um loftslagsmál.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum