47. Loftslagsmál - Friðrik Ólafsson

Góðan dag,

Ég væri til í að sjá það að selja gróðurhúsum rafmagn á kostnaðarverðir væri öflug leið til að auka grænmetisrækt á Íslandi, en margar rannsóknir sýna það að grænmetismatarræði er töluvert umhverfisvænna fyrir náttúruna heldur en kjötát. Vandamálið er hins vegar að þá þurfum við að flytja mikið af grænmeti inn eins og baunum og ávöxtum, sem hefur í sjálfu sér kolefnisfótspor. Þess vegna tel ég að efla grænmetisrækt á Íslandi og kannski draga úr niðurgreiðslum á kjöti væri skref í rétta átt. 

Mögulega væri það samt ekki vinsælt með að taka út niðurgreiðslurnar.

Svo væri gaman að sjá ykkur taka því fastara taki að fasa út bensínbíla. Mig langar að heyra yfirlýsingu eins og "Við ætlum að vera bensínbílalaus árið 2030" eða eitthvað og gera það erfiðara og erfiðara að flytja þá inn.

Svo mætti setja rannsóknarvinnu í að nota vindorku á skipum. Persónulega gæti ég séð þessa tækni http://inhabitat.com/could-this-giant-straw-be-the-solution-to-the-problems-with-wind-turbines/ eiga vel við á flutningarskip.

Kveðja Friðrik Boði

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn