Hoppa yfir valmynd
18. júlí 2017 Innviðaráðuneytið

Óskað eftir umsögnum um breytingu á byggingarreglugerð vegna hleðslu rafbíla

Mikilvægt er að huga að rafbílum við hönnun mannvirkja. - myndSigurður Ólafsson/norden.org

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að breytingu á byggingarreglugerð. Breytingin kveður á um að í nýbyggingum og við endurbyggingu skuli gera ráð fyrir tengibúnaði vegna hleðslu rafbíla.

Mikil aukning hefur orðið á framboði og sölu rafbíla að undanförnu, en ónógir innviðir geta hamlað þessari þróun. Því er mikilvægt að í byggingarreglugerð séu skilgreind markmið og grunnkröfur vegna hleðslu rafbíla.

Almennt er þetta ekki vandamál við sérbýli. Fjölbýlishús þarf hins vegar að hanna með væntanlega aflþörf í huga. Við eldri fjölbýlishús þarf í mörgum tilvikum að gæta að endurbótum til að gera hleðslu rafbíla mögulega. Þá er ljóst að hleðsla rafbíla við vinnustaði getur orðið lykilatriði til að tryggja almenna eign rafbíla.

Með breytingunni verður einfaldara fyrir almenning að setja upp slíkan búnað þar sem búið er að gera ráð fyrir honum við hönnun bygginganna.

Umsögnum um breytinguna skal skilað fyrir 18. ágúst nk. á netfangið [email protected] eða í bréfpósti, á umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Skuggasundi 1, 101 Reykjavík.

Drög að reglugerð um (7.) breytingu á byggingarreglugerð, nr. 112/2012

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum