Hoppa yfir valmynd
24. júlí 2017 Dómsmálaráðuneytið

Dómsmálaráðherra ávarpaði Skálholtshátíð

Sigríður Á. Andersen flytur ávarp sitt á Skálholtshátíð. - mynd

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra ávarpaði hátíðarsamkomu á Skálholtshátíð síðastliðinn sunnudag. Þar fluttu einnig ávörp þau Karl Sigurbjörnsson biskup og Margot Käßmann, prófessor og fyrrverandi biskup í Þýskalandi.

Í upphafi ræðu sinnar gerði dómsmálaráðherra söguna að umtalsefni og sagði hið andlega og veraldlega yfirvald hafa setið í Skálholti allt frá byrjun 11. aldar og að staðurinn hafi verið sannkallaður höfuðstaður Íslands þegar kirkjan var sem öflugust á 12. og 13. öld. Eftir hnignunarskeið hafi svo orðið þáttaskil orðið í sögu Skálholts fyrir hartnær 70 árum þegar Skálholtsfélag var stofnað að frumkvæði dr. Sigurbjörns Einarssonar biskups til að vinna að endurreisn staðarins.

„Ég rifja þetta upp til að minna okkur á hvað það er mikilvægt að hlúa að menningarverðmætum þjóðarinnar og sögunni. Sambúð þjóðar og kirkju hefur haldist frá kristnitöku og staðir eins og Skálholt og Hólar eru ekki bara saga kirkjunnar og kristinnar trúar á Íslandi heldur mikilvæg heimild og arfleifð Íslandssögunnar. Þessar heimildir eru enn tilefni til rannsókna og uppgötvana fræðimanna hvort sem er á sviði sögu, fornleifa eða guðfræði.“

  • Dómsmálaráðherra flytur ávarp sitt í Skálholtskirkju.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira