59. Tesla umboð til Íslands með hjálp stjórnvalda - Þór E. Bachmann

Góðan dag,

Ég vildi hér koma með tillögu.

 

Tesla hefur verið að breyta markaði rafbíla með tilkomu Model S og Model 3 rafbílanna sinna sem hafa lengra drægi að jafnaði en aðrir rafbílar en á viðráðanlegu verði. Langt drægi er sérstaklega mikilvægt á köldum slóðum líkt og á Íslandi þar sem drægið minnkar við lægri lofthita, um allt að 25%.

 

Viðskiptalíkan Tesla segir að aðeins þeir megi selja nýja og notaða Tesla bíla, formlega. Það þýðir að enginn milligönguaðili, líkt og þriðja umboð eða bílasala fær að selja Tesla bíla undir öðrum merkjum. Þeir Íslendingar sem hafa verið að kaupa sér Tesla rafbíla frá Evrópu hafa verið að reka sig á að engin þjónusta er við bílana hér á landi og ef senda þarf þá til viðurkenndra þjónustuaðila hefur eigandinn þurft að senda bílinn sinn úr landi í marga mánuði. Auk þessa byggir Tesla upp sína eigin innviði, líkt og hraðhleðslustöðvar, á þeim stöðum sem þeir eru með formlega starfsemi.

 

Ég hvet stjórnvöld til að nota sína krafta og tengsl til að þrýsta á að Tesla komi með sitt öfluga framboð rafbíla og innviða til Íslands, en þar sem Ísland er lítill markaður eins og við þekkjum, að þá erum við sjaldnast forgangsatriði. Það kann hins vegar að breytast ef stjórnvöld sýna þeim áhuga og sérstaklega ef þeir verða upplýstir um metnaðarfulla stefnu okkar í orkuskiptum á næstu árum. Ég held við gætum gert ansi margt í þessum málum með aðstoð þessa eins aðila.

 

Með kveðju,

Þór E. Bachmann

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn