63. Jákvætt kolefnisfótspor, lífsferilsgreining og heimsmarkmið SÞ - Sigurpáll Ingibergsson

Jákvætt kolefnisfótspor
Jákvætt kolefnisfótspor eða jákvætt sótspor (e. Positive Carbon Footprint) er markmið sem stjórnvöld, fyrirtæki og einstaklingar eiga að setja sér fyrir árið 2030.

Aðilar þurfa að reikna út beina losun sem er í umfangi 1 (sjá skýringarmynd Greenhouse Gas Protocol Initiative). Síðan eiga aðilar að kolefnisjafna að lágmarki 5% það sem er umfram. Hægt er að umbuna þeim sem ná þessu markmiði með skattaívilnunum eða með hagrænum hvötum.

Mörg erlend stórfyrirtæki hafa sett sér þessi háleitu markmið. T.d. Unilever, Faber-Castell og Microsoft.

Skilgreining GHG Protocol á umfangi losunar (scope) í virðiskeðjunni. Umfang 1 er bein áhrif á losun vegna framleiðslu fyrirtækisins. Umfang 2 er rafmagn og hiti og umfang 3 er vörur og þjónusta til og frá fyrirtæki. Umfang 2 og 3 er óbein áhrif. ghgprotocol.org

Lífsferilsgreining
Öll íslensk fyrtæki í með 250 starfsmenn eða fleiri eiga að framkvæma lífsferilsgreiningu (LCA - Life Cycle Analysis) til að finna út hvar stærstu umhverfisáhrifin liggja. Lífsferilsgreining er magnbundin greining á umhverfisþáttum vöru eða þjónustu á lífsferli hennar. Einbeita sér síðan að þrem mikilvægustu flokkunum og gera það vel. Þá næst góður árangur í baráttunni við loftslagsbreytingar.

Sjálfbærnimarkmið sameinuðu þjóðanna - SDG Öll íslensk fyrirtæki ættu að innleiða sjálfbærnimarkmið sameinuðu þjóðanna inn í vinnuferla fyrirtækisins, sérstaklega heimsmarkmið númer #13, Verndun lífs á jörðinni.

Tenglar:
http://www.fabercastell.com/company/our-global-commitment/environmental-protection/positive-carbon-footprint
https://www.unilever.com/news/news-and-features/Feature-article/2015/Unilever-to-become-carbon-positive-by-2030.html
https://en.wikipedia.org/wiki/Life-cycle_assessment
http://un.is/heimsmarkmidin


Kveðja,
Sigurpáll Ingibergsson


Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn