Hoppa yfir valmynd

66. Ábendingar Valorku varðandi „aðgerðaáætlun í loftslagsmálum“ - Valdimar Össurarson

Fagnað er aðild Íslands að Parísarsamkomulaginu og viðleitni íslenskra stjórnvalda til að setja upp aðgerðaáætlun til að fylgja markmiðum samkomulagsins eftir.  Í ljósi reynslu Valorku er þó margt gagnrýnivert í nálgun stjórnvalda hingað til á þessu mikilvæga viðfangsefni.  Hér verður getið nokkurra atriða, í þeirri von að stjórnvöld og þjóðin öll geti dregið lærdóm af mistökum og mótað skilvirkar áætlanir í þessum efnum.

Valorka ehf hefur í hartnær áratug unnið að þróun eina íslenska hverfilsins, sem er um leið eina íslenska þróunarverkefið hérlendis til nýtingar hreinnar endurnýjanlegrar sjávarorku, en sú orkunýting mun hafa minni umhverfisáhrif en nokkur önnur orkuframleiðsla.  Verkefni Valorku er einstakt á heimsvísu þar sem það miðar að nýtingu hægra hafstrauma, en erlend sjávarorkuþróun miðar einkum að nýtingu hraðari strauma eða ölduorku.  Í ljósi þess hve annesjastraumar eru umfangsmikil og hrein orkuauðlind, og í ljósi þess árangurs sem nú er í augsýn hjá Valorku ehf, má ljóst vera að þróunarstarf þetta verður bæði mjög þjóðhagslega hagkvæmt og, sem skiptir sköpum í þessu samhengi; hefur alla burði til að verða mikilvægasta framlag Íslendinga til markmiða Parísarsamkomulagsins.  Samkomulagið gerir ráð fyrir hnattrænum aðgerðum til minnkunar á losun gróðurhúsalofttegunda, en einn mikilvægasti þáttur þeirra er minnkun orkuframleiðslu með jarðefnaeldsneyti með notkun nýrra umhverfisvænna tæknilausna í orkuframleiðslu.  Engin orkuframleiðsla er umhverfisvænni en vinnsla sjávarorku, sem ekki hefur nein þekkt umhverfisáhrif í för með sér.  Í þessu ljósi eru settar fram eftirfarandi ábendingar (pdf-skjal).

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira